Sport

Jón Arnór með sextán stig

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfuboltaliðinu Dynamo frá St. Pétursborg héldu áfram sigurgöngu sinni í Evrópudeildinni á þriðjudagskvöldið en þá bar liðið sigurorð af úkraínska liðinu Khimik, 107-99, á heimavelli. Þetta var þriðji sigur liðsins í jafn mörgum leikjum og er liðið það eina taplausa í D-riðli deildarinnar. Jón Arnór átti fínan leik með Dynamo, skoraði 16 stig, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á fjörutíu mínútum. Kelly McCarthy var stigahæstur hjá Dynamo með 31 stig og tók 12 fráköst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×