Sport

Chilavert skorar í kveðjuleiknum

Það var vel við hæfi að markvörðurinn litríki frá Paraguay, Jose Luis Chilavert,  skoraði í kveðjuleik sínum frá knattspyrnunni er hann spilaði með argentínska fyrstu deildar liðinu Valez Sarsfield í gærkvöldi. Chilavert, sem er 39 ára og fyrrum fyrirliði landsliðs Paraguay, jafnaði af vítapunktinum í 2-1 sigri á úrvalsliði frá suður ameríku, en Chilavert skoraði samtals 56 mörk úr víta- og aukaspyrnum á 24 ára ferli sínum. Bæði lið voru að mestu skipuð leikmönnum sem þegar hafa lagt skóna á hilluna og var lið Velez til að mynda skipað mörgum leikmönnum er sigruðu suður amerísku Libertadores keppnia og heimsmeistarakeppni félagsliða fyrir tíu árum síðan með Chilavert innanborðs. Í úrvaldsliðinu spiluðu margar gamlar kempur eins og Ivan Zamorano frá Chile, Enzo Francescoli frá Uruguay og Kólumbíumennirnir Carlos Valderrama og Rene Higuita. Þjálfari úrvaldsliðsins var Carlos Bilardo, en hann gerið Argentínumenn að heimsmeisturum árið 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×