Sport

Holyfield neitar að gefast upp

Evander Holyfield, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt í hnefaleik, neitar að gefast upp þrátt fyrir að hafa fengið háðulega útreið gegn hinum tiltölulega óþekkta Larry Donald í nótt. Holyfield, sem er orðinn 42 ára gamall, setti tóninn þegar hann féll í gólfið eftir að hafa reynt vinstri krók eftir aðeins 49 sekúndur og vann aðeins 1 lotu af 12. Þrátt fyrir að hafa tapað fyrir tiltölulega óþekktum boxara, sem hefði ekki haldið út sex lotur gegn Holyfield þegar hann var upp á sitt besta, neitar Holyfield að gefast upp. "Mér finnst ennþá eins og ég geti keppt á móti þeim bestu og af hverju ætti ég þá ekki halda áfram að reyna að láta drauminn (um að verða aftur heimsmeistari í þungavigt) rætast?", sagði Holyfield og bætti við að hann hefði aldrei gefist upp á neinu og ætlaði ekki að byrja á því núna. Spekingar í boxheiminum vestanhafs telja þó að bardaginn í nótt hafi verið síðasta hálmstrá Holyfield. Kappinn hefur aðeins sigrað tvisvar í síðustu níu bardögum sínum og þar af tapað síðustu tveimur. Á þessu tíma hefur frábær ferilskrá hans beðið nokkra hnekki, farið úr 38-1-0 í 38-8-2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×