Sport

Ætlar sér sigur á HM 2006

Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, ætlar sér sigur á HM í Þýskalandi 2006. Klinsmann, sem er fertugur að aldri, hefur náð að hrista ærlega upp í þýska knattspyrnusambandinu og var m.a. kallaður "kaldrifjaður morðingi" af fyrrum félaga sínum Lothar Matthaeus. Klinsmann hyggst flytja sig og sitt hafurtask til Þýskalands þegar nær dregur keppninni, en hann býr með fjölskyldu sinni í Kaliforníu í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×