Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2025 08:01 Ruben Amorim horfði í gaupnir sér á meðan vítaspyrnukeppnin í viðureign Grimsby Town og Manchester United fór fram. Athygli vakti að Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, virtist ekki þora að horfa á vítaspyrnukeppnina í leiknum gegn Grimsby Town í enska deildabikarnum í gær. United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það. Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
United mátti þola eitt háðulegasta tap í sögu félagsins þegar það tapaði fyrir D-deildarliði Grimsby í 2. umferð deildabikarsins í gær. Grimsby var 2-0 yfir í hálfleik en United jafnaði með mörkum Bryans Mbeumo og Harrys Maguire og því réðust úrslitin í vítakeppni. Alls þurfti 26 spyrnur til að knýja fram sigurvegara. Í 13. umferð vítakeppninnar skoraði Darragh Burns fyrir Grimsby og Mbeumo skaut svo í slá. Pressan á Amorim er mikil og hann virðist heldur betur finna fyrir henni því hann gat varla horft á vítakeppnina. Hann sat í varamannaskýlinu og starði á jörðina. Margir stuðningsmenn United og aðrir furðuðu sig á þessu athæfi Amorims. Meðal þeirra var Craig Hope, blaðamaður Daily Mail. „Að Ruben Amorim sitji á varamannabekknum og horfi ekki leikmennina sína taka víti öskrar ekki beint á mann að hann sé leiðtogi. Jafnvel þótt United hefði unnið segir þetta mér að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir félagið. Veikt,“ skrifaði Hope. Ruben Amorim sitting in the dugout & not watching his players take penalties hardly screams leader. Even if Man Utd had won, that tells me he’s not the right man for a club of that size. Weak.— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 27, 2025 Í viðtali eftir leikinn virkaði Amorim algjörlega bugaður og gaf í skyn að leikmennirnir hefðu misst trú á honum. Hann talaði meðal annars um að leikmenn United hefðu sent hávær skilaboð með frammistöðu sinni á Blundell Park. „Ég tel að það sé alveg ljóst hvað þeir voru að segja með þessari frammistöðu. Við höldum áfram en ég held að það sé alveg á tæru hjá öllum hvað gerðist í kvöld,“ sagði Amorim meðal annars. Næsti leikur United er gegn Burnley á Old Trafford í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Síðan kemur landsleikjahlé en áhugavert verður að sjá hvort Amorim verður stjóri United eftir það.
Enski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira