„Ég biðst afsökunar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. ágúst 2025 14:31 Martin Hermansson skoraði aðeins fjögur stig úr fjórtán skotum. vísir / hulda margret „Mér líður persónulega alveg ömurlega. Ég er hrikalega svekktur með sjálfan mig, fyrst og fremst“ sagði Martin Hermannsson eftir 83-71 tap Íslands gegn Ísrael í fyrsta leik á EM í körfubolta. Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Klippa: Martin Hermannsson eftir tapið gegn Ísrael „Strákarnir stóðu sig allir eins og hetjur, voru allir að leggja allt í þetta. Ég biðst afsökunar, að hafa ekki hitt þessum skotum. Ætlaði alveg að hitta þeim, en stundum er þetta svona… Fyrsta sem maður hugsar er bara: Ef maður hefði verið á pari, þá hefðum við verið í bullandi séns“ hélt Martin svo áfram, augljóslega mjög svekktur með sína frammistöðu. Martin er leikstjórnandi og besti leikmaður liðsins en átti slakan leik í dag og skoraði ekki nema fjögur stig úr fjórtán skotum. „Þetta er erfitt en ég er sem betur fer ekki að byrja í þessu. Maður hefur gengið í gegnum dimman dal áður, stundum er þetta bara svona. Svona eru þessar blessuðu íþróttir, það eru engar útskýringar. Maður er búinn að undirbúa sig í allt sumar og kannski ætlaði maður sér of mikið í byrjun, í staðinn fyrir að láta leikinn koma til sín.“ Hann reyndi þó að láta til sín taka annars staðar og leggja sig fram varnarlega, það dugði ekki til sigurs gegn Ísrael, en Martin segir liðið vel statt. „Smá heppni í dag, þá hefði þetta verið allt annar leikur.“ Martin Hermannsson var vel dekkaður og átti erfitt uppdráttar. vísir / hulda margrét Það sem fór með leikinn var ekki frammistaða Martins heldur slæm byrjun Íslands í seinni hálfleik. „Þeir settu þarna tvo þrista bara strax og á sama tíma fengum við galopin skot sem fóru ekki ofan í, þá varð þetta erfiður leikur. Við komum seint út á völlinn í seinni hálfleik, við þurfum að vera fljótari að koma okkur í gang. Við megum alls ekki við svona kafla í svona leik, þetta er alltof dýrt.“ Fyrsti leikur að baki en framundan eru fjórir leikir næstu vikuna gegn Belgíu, Póllandi, Slóveníu og Frakklandi. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hitti ekki neitt, ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leik í langan tíma… En ég mæti tvíefldur í næsta leik, það er klárt mál.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira