Fín frumsýning 17. nóvember 2004 00:01 Nýtt og lítt reynt íslenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28. Ísland komst yfir 1-0 en eftir það tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum. Þeir leiddu með þrem til fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 13-15, fyrir hlé. Íslensku strákarnir mættu grimmir í síðari hálfleik, héldu áfram að þjarma að Þjóðverjum og náðu forystu, 21-20. Þjóðverjar svöruðu með þrem mörkum, Ísland jafnaði, 23-23, en eftir það tóku Þjóðverjar yfirhöndina á ný og sigruðu með eins marks mun eins og áður segir. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins í gær. Nýr og framsækinn varnarleikur gekk ágætlega og fór batnandi eftir því sem leið á leikinn. Viggó er klárlega með mannskap til þess að leysa þennan varnarleik með sóma og er ánægjulegt að sjá íslenska liðið spila eitthvað annað en 6/0 vörn. Sóknarleikurinn var nokkuð góður en tæknifeilarnir frægu eru enn við lýði og þeir reyndust dýrir í þessum leik. Ferskur blær einkenndi leik liðsins og íslenska landsliðið má svo sannarlega við ferskum vindum eftir slakt gengi og þunglamalegan leik í síðustu mótum. Róbert Gunnarsson fór á kostum í leiknum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er orðinn leikmaður í heimsklassa. Sigfús Sigurðsson á ærið verkefni fyrir höndum að slá hann út úr liðinu. Það var áberandi í leiknum hversu mikið Róberti hefur farið fram sem varnarmanni og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Markús Máni Michaelsson og Einar Hólmgeirsson hafa greinilega haft gott af því að fara til Þýskalands en þeir sýndu fína takta sem og Logi Geirsson. Markvarslan var ágæt en ekki meira en það. Dagur Sigurðsson er undir smásjá enda verið slakur í síðustu mótum. Hann hafði lítið fram að færa í leiknum sem og Garcia sem var átakanlega slakur. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var frekar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn. "Ég er þokkalega sáttur enda margt jákvætt í leiknum. Við féllum aftur á móti á því að gera of marga tæknifeila og við gáfum líka of mörg ódýr mörk þegar við vorum seinir að skila okkur til baka. Vörnin gekk vel á köflum sem var ánægjulegt að sjá. Ég lagði upp með fyrir leikinn að menn sýndu leikgleði og baráttu og það var ekki hægt að kvarta yfir því í leiknum," sagði Viggó Sigurðsson. henry@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Nýtt og lítt reynt íslenskt handboltalandslið sýndi fína takta gegn Evrópumeisturum Þýskalands í fyrsta leik hins nýráðna landsliðsþjálfara, Viggó Sigurðssonar. Liðin mættust í World Cup í Svíþjóð og þrátt fyrir mikla baráttu og ágætt spil tókst íslenska liðinu ekki að ná stigi úr leiknum sem tapaðist með eins marks mun, 29-28. Ísland komst yfir 1-0 en eftir það tóku Þjóðverjar öll völd á vellinum. Þeir leiddu með þrem til fjórum mörkum nánast allan hálfleikinn en íslenska liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk, 13-15, fyrir hlé. Íslensku strákarnir mættu grimmir í síðari hálfleik, héldu áfram að þjarma að Þjóðverjum og náðu forystu, 21-20. Þjóðverjar svöruðu með þrem mörkum, Ísland jafnaði, 23-23, en eftir það tóku Þjóðverjar yfirhöndina á ný og sigruðu með eins marks mun eins og áður segir. Það var margt jákvætt í leik íslenska liðsins í gær. Nýr og framsækinn varnarleikur gekk ágætlega og fór batnandi eftir því sem leið á leikinn. Viggó er klárlega með mannskap til þess að leysa þennan varnarleik með sóma og er ánægjulegt að sjá íslenska liðið spila eitthvað annað en 6/0 vörn. Sóknarleikurinn var nokkuð góður en tæknifeilarnir frægu eru enn við lýði og þeir reyndust dýrir í þessum leik. Ferskur blær einkenndi leik liðsins og íslenska landsliðið má svo sannarlega við ferskum vindum eftir slakt gengi og þunglamalegan leik í síðustu mótum. Róbert Gunnarsson fór á kostum í leiknum og sýndi svo ekki verður um villst að hann er orðinn leikmaður í heimsklassa. Sigfús Sigurðsson á ærið verkefni fyrir höndum að slá hann út úr liðinu. Það var áberandi í leiknum hversu mikið Róberti hefur farið fram sem varnarmanni og það er mjög jákvætt fyrir liðið. Markús Máni Michaelsson og Einar Hólmgeirsson hafa greinilega haft gott af því að fara til Þýskalands en þeir sýndu fína takta sem og Logi Geirsson. Markvarslan var ágæt en ekki meira en það. Dagur Sigurðsson er undir smásjá enda verið slakur í síðustu mótum. Hann hafði lítið fram að færa í leiknum sem og Garcia sem var átakanlega slakur. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var frekar sáttur þegar Fréttablaðið náði tali af honum eftir leikinn. "Ég er þokkalega sáttur enda margt jákvætt í leiknum. Við féllum aftur á móti á því að gera of marga tæknifeila og við gáfum líka of mörg ódýr mörk þegar við vorum seinir að skila okkur til baka. Vörnin gekk vel á köflum sem var ánægjulegt að sjá. Ég lagði upp með fyrir leikinn að menn sýndu leikgleði og baráttu og það var ekki hægt að kvarta yfir því í leiknum," sagði Viggó Sigurðsson. henry@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira