Sport

Rússar gjörsigruðu Eista

Fjórir leikir eru búnir í undankeppni HM í knattspyrnu, en þrettán leikir fara fram í kvöld. Rússar unnu stórsigur á Eistum 4-0 í 3. riðli og skoruðu Kariaka, Izmailov, Sychev og Loskov mörkin. Kýpur tapaði heima 2-1 fyrir Ísrael þar sem sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok. Tékkar sigruðu Mekedóníumenn 2-0 í Makedóníu og skoruðu Vratislav Lokvenc og Jan Koller mörkin á tveiimur síðustu mínútum leiksins. Óvæntustu úrslitin urðu þó í Armeníu er heimamenn náðu 1-1 jafntefli gegn Rúmenum. Tveir vináttulandsleikir eru einnig búnir og enduðu báðir 0-0. Annars vegar spiluðu Azerbajan og Búlgarir, og hins vegar Slóvakar og Slóvenar. Í leik Georgíumanna og Dana er staðan 1-1 í hálfleik þar sem Jon Dahl Tomasson skoraði strax í upphafi leiks. Aðrir leikir í kvöld: Aðrir leikir í kvöld:Vináttuleikir Frakkland-PóllandÍtalía-FinnlandSkotland-SvíþjóðSpánn-England-Undankeppni HMLiechtenstein-LettlandMalta-UngverjalandTyrkland-ÚkraínaLúxemburg-PortúgalBelgía-Serbía & SvartfjallalandGrikkland-KazakhstanSan Marínó-LitháenAndorra-Holland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×