Fleiri fréttir

Dó á leik í Danmörku

Ungur knattspyrnuaðdáandi féll til bana á Parken Stadium í Kaupmannahöfn um helgina.

Aðdáendum fækkar

Aðsókn hefur minnkað milli ára hjá ellefu af sextán knattspyrnuliðum í ensku úrvalsdeildinni vegna þess að stór hluti almennings hefur ekki lengur efni á að sækja leiki.

Uppstokkun í Árbænum

"Ég átti ekki von á öðru en að skrifa undir nýjan samning og halda mínu striki með liðinu," segir Sævar Þór Gíslason, knattspyrnumaður. Knattspyrnudeild Fylkis hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við hann og Þórhall Dan Jóhannsson og kom það þeim báðum í opna skjöldu.

Rekinn eftir þrjá sigurleiki

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur ákvað á laugardaginn að reka Örvar Kristjánsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins þrátt fyrir að liðið sé á toppi deildarinnar með þrjá sigra í þremur fyrstu leikjunum.

Sävehof jafnaði á lokasekúndunum

Haukar og sænska liðið Sävehof skildu jöfn, 35-35, í Meistaradeild Evrópu að Ásvöllum í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 19-15, Haukum í vil. Sävehof jafnaði metin á lokasekúndunum eftir að Haukar fengu dæmdan á sig afar umdeildan ruðning af slökum dönskum dómurum.

Henning samdi við Þrótt

Knattspyrnumaðurinn Henning Eyþór Jónasson samdi í gær við Þrótt í Landsbankadeildinni til tveggja ára. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, staðfesti þetta við íþróttadeildina í morgun. Henning, sem er í 21 árs liði Íslands, var í láni hjá Þrótti í sumar frá KR.

Miller sigraði á fyrsta mótinu

Bandaríkjamaðurinn Bode Miller bar sigur úr bítum í fyrsta risasvigsmóti vetrarins þegar alpagreinavertíð skíðaíþróttamanna hófst í morgun í Solden í Austurríki. Masimiliano Blardone frá Ítalíu varð annar og Finninn Kalle Palander þriðji.

Owen tryggði Real sigur

Michael Owen tryggði Real Madríd sigur á Spánarmeisturum Valencía þegar hann skoraði eina mark leiksins en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn í gærkvöld. Real Madríd verðskuldaði sigurinn en Madrídingar eru nú sex stigum á eftir toppliði Barcelona sem eiga leik til góða í dag. Þá gerðu Malaga og Deportivo jafntefli, 1-1.

Óli Stefán á förum frá Grindavík

Knattspyrnumaðurinn Óli Stefán Flóventsson er á förum frá Grindavík. Þetta staðfestir hann við Fótbolti.net. Óli Stefán segist vera á leið til höfuðborgarinnar og þegar hafi eitt lið verið í sambandi við sig.

Eiður fyrirferðarmikill í blöðunum

Eiður Smári Guðjohnsen, sem skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Chelsea í gær sem lagði Blackburn 4-0, er fyrirferðarmikill í enskum blöðum í dag og hirðir nánast allar fyrirsagnir þar sem fjallað er um leikinn.<em> </em>

Guðjón með fimm mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen sem gerði jafntefli við Neddelstedt-Lübbecke 26-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Stórleikur á Ítalíu í kvöld

Juventus er með sex stiga forskot á Ítalíu efitr 3-0 útisigur á Siena. Alessandro Del Piero skoraði tvö marka Juventus. Þá gerðu Atalanta og Caglari jafntefli 2-2. Nágrannaliðin AC Mílan og Inter Mílan mætast í kvöld.

Mikið veðjað á Man. Utd - Arsenal

Það er risaslagur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal. Veðbankar í Englandi hafa aldrei haft eins mikið að gera því þegar er búið að leggja undir um sjö milljón pund, eða tæpan milljarð, vegna leiksins.

Aðsókn í Englandi minnkar

Aðsókn á leiki í ensku úrvalsdeildinni hefur dregist saman um sex prósent frá síðustu leiktíð. Háu miðaverði, fjöldi beinna útsendinga í sjónvarpi og yfirburðum Arsenal í deildinni er kennt um og hefur enska deildin fengið viðurnefnið „Gráðuga deildin“ á meðal áhorfenda.

Kókaínfíklar í enska landsliðinu?

Það eru fleiri knattspyrnumenn í ensku úrvalsdeildinni en Adrian Mutu sem eru háðir kókaíni. Að minnsta kosti þrír enskir landsliðsmenn eru kókaínfíklar og leikmennirnir greiða fjórar milljónir króna til þess að fá að vita með góðum fyrirvarar hvenær á að taka lyfjapróf.

Baird og Lehman með forystu

Bandaríkjamennirnir Briny Baird og Tom Lehman hafa eins höggs forskot eftir þrjá hringi á Funic Classic PGA-stórmótinu í golfi í Lake Buena Vista í Flórída. Þeir eru á sautján höggum undir pari.

Lokeren sigraði Mons Bergen

Íslendingaliðið Lokeren sigraði Mons Bergen í belgísku úrvalsdeildinni í gærkvöldi, 1-0, og er í fjórða sæti deildarinnar. Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson léku báðir með Lokeren en Rúnar Kristinsson og Marel Jóhann Baldvinsson eru meiddir.

4. umferð í Intersport-deildinni

Fjórða umferð Intersport-deildarinnar í körfubolta fer fram í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Snæfell tekur á móti Haukum, sameiginlegt lið Hamars og Selfoss tekur á móti Skallagrími á Selfossi, á Ísafirði mætast KFÍ og Íslandsmeistarar Keflavíkur, Fjölnir sækir KR heim og í Seljaskóla mætast ÍR og Tindastóll.

Úti er ævintýri

Manchester United batt enda á sigurgöngu Arsenal í dag með 2-0 sigri á Old Trafford í Manchester. Bæði mörkin komu í síðari hálfleik.

Óréttlætið sigraði

"Það er undarlegt hversu auðveldlega Riley dómari gefur þessar vítaspyrnur hér á Old Trafford," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir tapleik liðsins gegn Manchester United. Var hann ósáttur við dómarann vegna vítaspyrnudóms þess er að hans mati skipti sköpum í leiknum.

Montoya hlutskarpastur

Juan Pablo Montoya vann síðasta kappakstur ársins í Formúlu 1 sem fram fór í Brasilíu í gær. Var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á tímabilinu en Finninn Kimi Räikkönen kom næstur og heimamaðurinn Barrichello varð þriðji.

Loks tapaði Arsenal

Endi var loks bundinn á sigurgöngu Arsenal þegar liðið mætti Manchester United á Old Trafford í gær en Arsenal hafði fyrir leikinn ekki tapað í 49 leikjum í röð. Tvö mörk United í seinni hálfleik tryggðu liðinu þrjú mikilvæg stig og juku um leið til muna spennustigið á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar.

Miðaverð með því hæsta

Svíþjóð og Ísland eru í sérflokki hvað varðar miðaverð á landsleiki liðanna í áttunda riðli undankeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer í Þýskalandi árið 2006. Er um þrefalt dýrara að kaupa sér miða á besta stað á landsleik Íslands, sem er í næstneðsta sæti, og kaupa miða á heimaleik Möltu.

FH gerði Everton gagntilboð

FH-ingar hafa gert Everton gagntilboð vegna Emils Hallfreðssonar og er samningsgerðin á lokasprettinum að sögn Péturs Stephensen, framkvæmdastjóra FH. Lítið ber í milli félaganna og því virðist fátt geta komið í veg fyrir að Everton kaupi Emil af FH.

Höfnuðu tilboði í Kristján Örn

KR-ingar höfnuðu í gær lánstiboði hollenska liðsins Gröningen í landsliðsmanninn Kristján Örn Sigurðsson. Að sögn Jónasar Kristinssonar, formanns KR sports, vilja KR-ingar einfaldlega selja Kristján Örn og eiga þeir von á tilboði frá Gröningen í leikmanninn á mánudaginn.

Ætluðu að kveikja í leikmannarútu

Sænskar fótboltabullur, sem földu 27 bensínsprengjur fyrir utan Råsundaleikvanginn í Stokkhólmi síðastliðinn mánudag þegar grannaliðin AIK og Hammarby mættust, ætluðu að nota bensínsprengjurnar til þess að kveikja í leikmannarútu AIK liðsins.

Dómarahneyksli segir Eiður

Það er hneyksli að dómarar í Meistaradeild í handbolta skuli ekki vera mættir a.m.k. sólarhring fyrir leik, segir Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka eftir þá uppákomu í gær að danskir dómarar, sem dæma eiga leik Hauka og sænska liðsins Sävehof, misstu af flugvél til Íslands í gær.

HK efst í norðurriðli

HK er efst í norðurriðli 1. deildar karla í handbolta eftir fimm marka sigur á Þór, 32-27. HK hefur tíu stig líkt og Haukar. KA burstaði Aftureldingu 35-22 og er í 2. sæti með átta stig. Þá gerðu FH og Fram jafntefli 28-28. Fram hefur sjö stig en FH og Afturelding eru neðst með tvö stig.

Markús Máni kominn á fullt

Markús Máni Michaelsson er kominn á fullt á ný með Düsseldorf eftir puttabrot og skoraði sex mörk fyrir félagið sem tapaði fyrir Wetzlar 32-27 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Alexander Petterson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Róbert Sighvatsson skoraði tvö marka Wetzlar.

Eiður búinn að skora tvö

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora bæði mörk Chelsea í fyrri hálfleik í leik liðsins við Blackburn á Stamford Bridge. Flautað hefur verið til hálfleiks og er staðan 2-0. Mörkin, sem komu með aðeins mínútu millibili á 37. og 38. mínútu, voru keimlík.

Eiður með þrennu eftir 52 mínútur

Eiður Smári Guðjohnsen er kominn með þrennu þegar aðeins 52 mínútur eru liðnar í leik Chelsea og Blackburn. Þriðja markið skoraði hann úr víti sem hann fiskaði sjálfur.

Emil til Everton

Enska úrvalsdeildarliðið Everton hefur gert FH-ingum tilboð í hinn tvítuga Emil Hallfreðsson sem hefur dvalið að undanförnu við æfingar hjá félaginu.

Kristján frá næstu 6-8 mánuði

Kristján Andrésson, eða Krille eins og hann kallast í sænskum fjölmiðlum, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður og fyrirliði sænska liðsins GUIF, sleit krossband um helgina og verður frá æfingum og keppni næstu 6-8 mánuðina að því er fram kemur í staðarblaðinu Ekilstuna Kuriren.

Kári til Djurgaarden

Víkingurinn Kári Árnason hefur skrifað undir fjögurra ára samning við sænska liðið Djurgaarden.

KR hafnaði Groningen

Forráðamenn KR hafa hafnað lánstilboði hollenska liðsins Groningen í landsliðsmanninn Kristján Sigurðsson.

Gunnleifur áfram með HK

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður hefur skrifað undir þriggja ára samning við 1. deildarlið HK. Bæði KR og Valur vildu fá Gunnleif í sínar raðir en hann ákvað að vera áfram í 1. deildinni með HK.

Kristján frá í 8 mánuði

Handknattleiksmaðurinn Kristján Andrésson, sem leikur með sænska liðinu GUIF, verður frá keppni næstu sex til átta mánuðina eftir að hann varð fyrir því óláni að slíta krossbönd á hné.

Viðburðir í dag

Í 1. deild kvenna í körfubolta mætast KR og Njarðvík klukkan 16 í dag. Bikarmót í kraftlyftingum hefst í Valsheimilinu klukkan 13 og á sama tíma hefst Íslandsmótið í vaxtarrækt í Austurbæ.

SR mætir SA í kvöld

Skautafélag Reykjavíkur tekur á móti Skautafélagi Akureyrar í kvöld klukkan 18.50. SR vann fyrstu viðureign liðanna fyrir hálfum mánuði en lið SA hefur misst marga af þeim leikmönnum sem spiluðu í fyrstu og annarri línu á síðasta tímabili.

Real Madríd mætir Valencía

Real Madríd og Valencía, liðin sem hafa einokað spænska knattspyrnu undanfarin ár, mætast í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20 í kvöld. Bæði lið eru í sárum eftir dapra frammistöðu upp á síðkastið.

Chelsea vann 4-0

Chelsea vann Blacburn 4-0 í dag á Stamford Bridge þar sem landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen skoraði þrjú fyrstu mörk Chelsea á 37., 38. og 52. mínútu. Damien Duff skoraði fjórða markið á 74. mínútu. Þetta er fyrsta þrenna Eiðs Smára fyrir Chelsea.

Jón Arnór með 15 stig á 22 mínútum

Jón Arnór Stefánsson lék vel með Dynamo St. Pétursborg í öðrum leik liðsins í rússnesku úrvalsdeildinni í körfubolta en Dynamo vann lið Euras Ekaterinburg með 21 stigi, 98-77, í fyrsta heimaleik vetrarins sem fram fór í gær.

Emil til Everton?

Enska úrvalsdeildarliðið Everton vill semja við FH inginn Emil Hallfreðsson og mun gera tilboð í leikmanninn, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Emil hefur æft með aðalliði Everton síðustu átta daga og staðið sig feikivel. Hann kemur til landsins á morgun væntanlega með tilboð í farteskinu.

Kári til Djurgården

Víkingurinn Kári Árnason skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska liðið Djurgården í gærkvöld. Víkingar samþykktu 4-5 milljón króna samningstilboð Djurgården í Kára síðastliðinn þriðjudag.

Sjá næstu 50 fréttir