Sport

Aðdáendum fækkar

Aðsókn hefur minnkað milli ára hjá ellefu af sextán knattspyrnuliðum í ensku úrvalsdeildinni vegna þess að stór hluti almennings hefur ekki lengur efni á að sækja leiki. Hefur þeim aðdáendum sem fylgja liði sínu á útileiki fækkað til muna og meðal annars orðið þess valdandi að ekki hefur enn orðið uppselt á heimaleiki hjá meisturum Arsenal á þessari leiktíð. Hvergi í gervallri Evrópu og þó víðar væri leitað er dýrara að fylgjast með knattspyrnuleik en í Englandi. Er að meðaltali fjórfalt dýrara að kaupa ódýrasta miða á leik Chelsea en leik með Real Madrid á Spáni eða AC Milan á Ítalíu og hefur þessi miklu munur orðið til þess að bresk samkeppnisyfirvöld hafa miðaverðið sérstaklega til rannsóknar. Ástæður fyrir hækkandi miðaverði eru án efa margar en ein meginástæðan er sú að flest ensk knattspyrnufélög í efstu deildum eru á hlutabréfamarkaði þar sem krafa er gerð um arð til handa eigendunum. Slíkt er ekki uppi á teningnum á meginlandi Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×