Sport

Mikið veðjað á Man. Utd - Arsenal

Það er risaslagur í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Manchester United tekur á móti Englandsmeisturum Arsenal. Veðbankar í Englandi hafa aldrei haft eins mikið að gera því þegar er búið að leggja undir um sjö milljón pund, eða tæpan milljarð, vegna leiksins. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur reynt hvað hann getur til þess að hækka spennustigið fyrir leikinn en á fréttavef BBC er haft eftir honum að Man. Utd verði alltaf númer eitt á Englandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hins vegar farið í gagnstæða átt og reynt að minnka spennustigið með því að benda á að úrslit deildarinnar ráðist ekki á Old Trafford í dag. Minnkandi líkur eru taldar á að Roy Keane verði með Man. Utd í dag vegna veikinda og meiðsla en líklegt er að Patrick Viera verði búinn að jafna sig eftir meiðsli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×