Loks tapaði Arsenal 24. október 2004 00:01 Endi var loks bundinn á sigurgöngu Arsenal þegar liðið mætti Manchester United á Old Trafford í gær en Arsenal hafði fyrir leikinn ekki tapað í 49 leikjum í röð. Tvö mörk United í seinni hálfleik tryggðu liðinu þrjú mikilvæg stig og juku um leið til muna spennustigið á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar. Leikur liðanna var afar harður enda var dagskipun beggja þjálfara að beita stífri pressu allan tímann og reyna þannig að koma í veg fyrir að hægt væri að setja upp beittar sóknir. Var allur fyrri hálfleikur í járnum og hafði dómari leiksins í nógu að snúast enda hvergi meiri rígur þessa dagana en milli þessara tveggja liða. Raunveruleg tækifæri voru þó ótrúlega fá með tilliti til sóknarmanna þessara tveggja félaga. Manchester United var sterkara liðið í fyrri hálfleik og reyndi fimm sinnum af einhverri alvöru á markvörð Arsenal sem þó var vandanum vaxinn. Að sama skapi voru sóknarmenn Arsenal skeinuhættir en aðeins eitt skot þeirra í fyrri hálfleik hitti rammann. Þar stóð Roy Carroll vaktina með prýði enda mikill orðrómur uppi um að Alex Ferguson hyggist kaupa sér nýjan markvörð. Seinni hálfleikur tilheyrði Arsenal að flestu leyti en skyndisóknir United reyndu þó alvarlega á styrka vörn liðsins. Það var úr einni slíkri sem dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Campbell fyrir að fella Rooney á 71. mínútu. Var nokkuð augljóst í endursýningu í sjónvarpi að vítið var afar harður dómur. Markið hafði hins vegar úrslitaáhrif því United dró sig í vörn og leikmenn Arsenal drógu allt upp úr poka sínum sem hægt var á þeirri stundu. Það dugði þó ekki og á lokamínútu leiksins eftir þunga sókn Arsenal komust Rooney, Smith og Saha fram gegn fámennri vörn Arsenal og sókn þeirra lyktaði með marki Rooneys. Arsene Wenger var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn en fannst dularfullt hvað Riley dómari var samkvæmur sjálfum sér í leiknum. "Vítadómurinn skipti sköpum og það er undarlegt að þetta sé raunin í hvert sinn sem hann dæmir á Old Trafford." Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira
Endi var loks bundinn á sigurgöngu Arsenal þegar liðið mætti Manchester United á Old Trafford í gær en Arsenal hafði fyrir leikinn ekki tapað í 49 leikjum í röð. Tvö mörk United í seinni hálfleik tryggðu liðinu þrjú mikilvæg stig og juku um leið til muna spennustigið á toppi ensku úrvaldsdeildarinnar. Leikur liðanna var afar harður enda var dagskipun beggja þjálfara að beita stífri pressu allan tímann og reyna þannig að koma í veg fyrir að hægt væri að setja upp beittar sóknir. Var allur fyrri hálfleikur í járnum og hafði dómari leiksins í nógu að snúast enda hvergi meiri rígur þessa dagana en milli þessara tveggja liða. Raunveruleg tækifæri voru þó ótrúlega fá með tilliti til sóknarmanna þessara tveggja félaga. Manchester United var sterkara liðið í fyrri hálfleik og reyndi fimm sinnum af einhverri alvöru á markvörð Arsenal sem þó var vandanum vaxinn. Að sama skapi voru sóknarmenn Arsenal skeinuhættir en aðeins eitt skot þeirra í fyrri hálfleik hitti rammann. Þar stóð Roy Carroll vaktina með prýði enda mikill orðrómur uppi um að Alex Ferguson hyggist kaupa sér nýjan markvörð. Seinni hálfleikur tilheyrði Arsenal að flestu leyti en skyndisóknir United reyndu þó alvarlega á styrka vörn liðsins. Það var úr einni slíkri sem dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu á Campbell fyrir að fella Rooney á 71. mínútu. Var nokkuð augljóst í endursýningu í sjónvarpi að vítið var afar harður dómur. Markið hafði hins vegar úrslitaáhrif því United dró sig í vörn og leikmenn Arsenal drógu allt upp úr poka sínum sem hægt var á þeirri stundu. Það dugði þó ekki og á lokamínútu leiksins eftir þunga sókn Arsenal komust Rooney, Smith og Saha fram gegn fámennri vörn Arsenal og sókn þeirra lyktaði með marki Rooneys. Arsene Wenger var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn en fannst dularfullt hvað Riley dómari var samkvæmur sjálfum sér í leiknum. "Vítadómurinn skipti sköpum og það er undarlegt að þetta sé raunin í hvert sinn sem hann dæmir á Old Trafford."
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira