Sport

Aðsókn í Englandi minnkar

Aðsókn á leiki í ensku úrvalsdeildinni hefur dregist saman um sex prósent frá síðustu leiktíð. Háu miðaverði, fjöldi beinna útsendinga í sjónvarpi og yfirburðum Arsenal í deildinni er kennt um og hefur enska deildin fengið viðurnefnið „Gráðuga deildin“ á meðal áhorfenda. Til að mynda hefur ekki verið uppselt á heimaleiki Arsenal á Highbury og þá dró verulega úr aðsókn hjá Everton eftir að Wayne Rooney var seldur til Man. Utd. Einnig hefur mikill samdráttur verið hjá Southampton og Blackburn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×