Sport

Eiður fyrirferðarmikill í blöðunum

Eiður Smári Guðjohnsen, sem skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Chelsea í gær sem lagði Blackburn 4-0, er fyrirferðarmikill í enskum blöðum í dag og hirðir nánast allar fyrirsagnir þar sem fjallað er um leikinn. Independent bendir á að sex Englendingar hafi loks verið í byrjunarliði Chelsea og þeir hafi verið það vopnabúr sem Eiður Smári nærðist á gegn Blackburn. „Náðu ekki að halda aftur af Eiði“ er fyrirsögn Guardian. Þegar allar flóðgáttir opnuðust fór ísmaðurinn á kostum segir blaðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×