Sport

Guðjón með fimm mörk

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Essen sem gerði jafntefli við Neddelstedt-Lübbecke 26-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Íslendingaliðið Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar í dönsku úrvalsdeildinni, lagði Silkeborg 28-23. Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraði sjö mörk fyrir Skjern og Ragnar Óskarsson eitt. Skjern er í 3. sæti deildarinnar með níu stig eftir sex leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×