Sport

Óréttlætið sigraði

"Það er undarlegt hversu auðveldlega Riley dómari gefur þessar vítaspyrnur hér á Old Trafford," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal eftir tapleik liðsins gegn Manchester United. Var hann ósáttur við dómarann vegna vítaspyrnudóms þess er að hans mati skipti sköpum í leiknum. "Það sjá allir sem horfa á upptökuna að það var lítil sem engin snerting og Rooney sjálfur fullyrti að varnarmennirnir hefðu ekki snert hann." Wenger féllst þó ekki á að tapið hefði sálræn áhrif á lið sitt. "Þvert á móti er ég viss um að leikmenn mínir munu leggja sig enn meira fram. Hér sigraði óréttlætið og þetta verður til að herða liðið enn frekar. Hvað aðdáendurna varðar þá bið ég þá að vera rólega. Leiktíðin er nýhafin og við höfum eftir allt saman aðeins tapað einum leik hingað til. Ég er fullviss um að við erum enn í öfundsverðri stöðu á toppnum og hef ekki trú á að þetta hafi nein áhrif þegar fram líða stundir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×