Sport

Henning samdi við Þrótt

Knattspyrnumaðurinn Henning Eyþór Jónasson samdi í gær við Þrótt í Landsbankadeildinni til tveggja ára. Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar, staðfesti þetta við íþróttadeildina í morgun. Henning, sem er í 21 árs liði Íslands, var í láni hjá Þrótti í sumar frá KR. Samningur hans við KR er runninn út og vildu KR-ingar halda honum en Henning valdi að vera áfram hjá Þrótti. Að sögn Ásgeirs leita Þróttarar að nýjum leikmönnum, sérstaklega að markaskorara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×