Fleiri fréttir

Stuðningsmaður skotinn til bana

Ekki er hægt að segja að fagnaðarlæti Bostonbúa í fyrrakvöld hafi endað glæsilega, en múgurinn flykktist út á göturnar til að fagna sigri Boston Red Sox á New York Yankees í MLB-hafnaboltadeildinni.

Astros í heimsúrslitin

St. Louis Cardinals er komið í úrslitin í MLB-hafnaboltadeildinni. Cardinals vann Houston Astros í oddaleik, 5-2, og mætir Boston Red Sox í úrslitum en Rauðsokkarnir unnu New York Yankees í sjö leikja rimmu eftir að Yankees hafði komist í 3-0 og var með pálmann í höndunum.

Hætti í NFL til að reykja gras

NFL-leikmaðurinn Ricky Williams, sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári sökum lyfjamáls, vill ganga til liðs við Miami Dolphins á nýjan leik

Fischer í heimsókn í LA

Derek Fischer hjá Golden State Warriors gerði sér góða ferð til Los Angeles þar sem gestirnir gerðu sér lítið fyrir og unnu gömlu félaga Fischers hjá Lakers, 90-88.

Speed tilbúinn sem aðstoðarmaður

Gary Speed, leikmaður Bolton, segist tilbúinn að vera aðstoðarþjálfari landsliðs Walesbúa. "Ég tel mig í stakk búinn til að geta lagt nýjum landsliðsþjálfara lið," sagði Speed.

Rothen úr leik í tvo mánuði

Franska liðið Paris St. Germain varð fyrir blóðtöku í leik gegn Porto í Meistaradeild Evrópu þegar miðjumaðurinn Jerome Rothen brákaði ökkla.

Magni í Snæfelli kærður

Magni Hafsteinsson, leikmaður Snæfells, gæti verið í vondum málum eftir að hann var rekinn út úr húsi í leik Hamars/Selfoss og Snæfells í Intersportdeildinni á fimmtudagskvöldið. Georg Andersen, annar dómara leiksins, hefur kært Magna til aganefndar KKÍ fyrir að hafa reynt að slá til sín eftir að honum var vísað úr húsinu og sagðist Georg í samtali við Fréttablaðið í gær standa við allt í kærunni en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, sagði það reglu meðal dómara að ræða sem minnst um ákveðin atvik í leikjum. Hann sagði þó að athyglisvert væri að fylgjast með því hvernig aganefndin tæki á málinu.

Eins árs samningur borðinu

Framherjinn sterki Hannes Sigurðsson, sem hefur skorað sex mörk með U-21 árs landsliði Íslands, mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan eins árs samning við norska liðið Viking í næstu viku.

Deisler á batavegi

Knattspyrnumaðurinn Sebastian Deisler er á batavegi eftir að hafa verið lagður inn á geðsjúkrahús í vikunni og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti hafið æfingar á nýjan leik strax eftir helgi. Deisler dvaldi á geðsjúkrahúsi í nokkra mánuði fyrir tæpu ári síðan, en dvöl hans var mun styttri að þessu sinni.

Melo með maríúana

Carmelo Anthony hjá Denver Nuggets í NBA, var handtekinn á flugvelli í heimaborg sinni með maríjúana í fórum sínum.

Birkir framlengir við ÍBV

"Það urðu svo tíðar og óvæntar breytingar á liðinu strax eftir að Landsbankamótinu lauk að mér fannst ótækt að bæta gráu ofan á svart með því að hætta," segir Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV í knattspyrnu.

Vilja fækka útlendingum

Forseti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, Werner Hackmann, hefur viðurkennt að hann vilji fækka erlendum leikmönnum úr fimm í fjóra hjá hverju liði.

Beckham sleppur billega

Enska knattspyrnusambandið mun ekkert viðhafast í máli David Beckham sem viðurkenndi í blaðaviðtali á dögunum að hann hafi fengið gult spjald viljandi í leik Englendinga og Walesbúa.

Liverpool að skoða Morientes

Forráðamenn Liverpool renna hýrum augum til Fernando Morientes hjá Real Madrid. Rafael Benitez, knattspyrnustjóri liðsins, vildi upphaflega fá Morientes í stað Michael Owen en varð að láta sér lynda Antonio Nunez sem er meiddur.

Jerry Rice í fullu fjöri

Gamla kempan Jerry Rice, sem leiddi San Francisco 49ers til sigurs í þrígang í Superbowl í ameríska fótboltanum, hóf nýlega að æfa með Seattle Seahawks.

Nýtt met hjá Red Sox

Boston Red Sox í MLB hafnaboltadeildinni í Bandaríkjunum, gerði sér lítið fyrir og vann fjórar viðureignir í röð gegn New York Yankees, sem var með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið fyrstu þrjá leiki liðanna.

Bandaríkjamenn sviptir gullinu?

Bandaríska Ólympíunefndin hefur lagt fram tillögu um að svipta 4 x 400 metra boðhlaup-sveitinni gullverðlaunum sínum frá leikunum í Sydney árið 2000.

Íþróttir stjórna mér ekki lengur

Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon gaf það út fyrir Ólympíuleikana í Aþenu að leikarnir yrðu hans síðasta stórmót enda kappinn orðinn 35 ára gamall. Eftir brösuga þraut þar sem hann meiddist í langstökki og píndi sig síðan í kúluvarpið en varð að lokum að leggja niður rófuna fyrir fjórðu grein þrautarinnar. Ekki gæfulegur endir á frábærum ferli og eftir leikana fóru þær raddir á flug að Jón Arnar hygðist halda áfram að keppa.

Guðjón eða Gary?

Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þórðarson er enn úti á Englandi þar sem hann freistar þess að ná sér í þjálfarastöðu. Hann hefur rætt við nokkur félög í þessari viku og um helgina mun hann spjalla við forráðamenn Leicester City. Á meðan sitja Grindvíkingar með kláran samning til undirritunar sem er byrjaður að rykfalla. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagðist vera þolinmóður og hann mun gefa Guðjóni meiri tíma.

Íþróttastjarna auglýsir sígarettur

Ólympíumeistarinn Xi Liang hefur samið við stærsta tóbaksframleiðanda Kína um að auglýsa sígarettur fyrirtækisins. Xi skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann vann gullverðlaun í 110 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hann varð fyrsti Kínverjinn til að vinna spretthlaup á Ólympíuleikum og er gríðarlega vinsæll í heimalandi sínu.

Ráðist að leikmönnum Zagreb

Leikmenn króatíska liðsins Dinamo Zagreb stóðu sneyptir eftir þegar hópur aðdáenda liðsins réðst inn á æfingasvæði þeirra og fóru að draga leikmenn úr búningum liðsins með þeim orðum að þeim yrði ekki skilað aftur fyrr en leikmenn hefðu sýnt að þeir væru þess verðugir að spila í þeim.

Sörenstam vann á Samsung

Sænska golfstjarnan Annika Sörenstam gerði sér lítið fyrir og sigraði á Samsung-meistaramótinu í golfi kvenna þrátt fyrir að vera þremur höggum á eftir hinni bandarísku Grace Park þegar fimm holur voru eftir.

Ekkert NHL í vetur?

Það eru fleiri en íslenskir kennarar sem eru í verkfalli. Ekkert hefur verið spilað í NHL-deildinni í íshokkí það sem af er vetri og eru flestir sammála um að ekkert verði spilað á leiktíðinni.

Teygjuæfingar ekki af hinu góða?

Vel getur verið að gamli leikfimikennarinn hafi beinlínis haft rangt fyrir sér þegar sá prédikaði nauðsyn þess að teygja vel á líkamanum áður en æfingar hófust.

Tímatökunni breytt í Formúlunni

Hugmyndir eru uppi um að breyta tímatökum í Formúlu 1 með þeim hætti að á næsta ári gildi samanlagður tími úr tveimur tímatökum til að ákveða ráspól í upphafi keppni.

Real Madrid stendur vel að vígi

Samkvæmt könnun sem spænska dagblaðið Marca stendur fyrir mun Real Madrid reynast auðveldast af öllum spænsku liðunum að komast í átta liða úrslit í Meistaradeildinni.

Meiri áhersla á varnarleik

Þriðja umferð Intersportdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld en þá verða spilaðir sex leikir. Fréttablaðið fékk Inga Þór Steinþórsson, yfirþjálfara yngri flokka KR og fyrrum þjálfara meistaraflokks félagsins, til að spá í spilin fyrir umferðina og fara yfir byrjunina á deildinni.

Wiley farinn heim

Bandaríski framherjinn Troy Wiley hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkinga í Intersportdeildinni í körfuknattleik og farinn aftur vestur um haf.

Eiður stal senunni

Íslenski landsliðsfyrirliðinn, Eiður Smári Guðjohnsen, fór á kostum  með Chelsea í kvöld er liðið mætti CSKA Moskva í Meistaradeildinni. Chelsea vann leikinn, 2-0, og Eiður Smári lagði upp fyrra markið og skoraði það seinna.

Mutu viðurkennir kókaínneyslu

Formaður leikmannasamtakanna á Englandi, Gordon Taylor, segir að rúmenski framherjinn Adrian Mutu hjá Chelsea hafi viðurkennt að hafa neytt kókaíns en í gær var upplýst að Mutu hefði fallið á lyfjaprófi. Taylor segir að Mutu ætli ekki að fara fram á að seinna sýni hans verði rannsakað eins og hann getur kraftist.

Echols snérist hugur

Bandaríski körfuboltamaðurinn Cameron Echols, sem tilkynnti KR-ingum um helgina að hann hefði heimþrá og væri hættur með félaginu, snérist skyndilega hugur í gær. Echols fundaði með stjórn KR og leikmönnum í gær og samþykkti stjórnin að gefa Echols annað tækifæri, að höfðu samráði við Herbert Arnarson, þjálfara liðsins.

Fátt um varnir

Grindavík burstaði Hamar/Selfoss með 134 stigum gegn 111 þar sem bæði lið buðu upp á mikla flugeldasýningu en fátt var um varnir. Darrel Lewis skoraði 46 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 30. Chris Woods skoraði 35 stig fyrir Hamar/Selfoss.

Þriðja umferð hefst í kvöld

Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Leikur Liverpool og Deportivo verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 18.45. Liverpool hefur fjögur stig í A riðli en Deportivo aðeins eitt og má því ekki við því að tapa á Anfield. Bæði lið hafa átt í vandræðum í deildum sínum heima fyrir.

Ferguson viðurkennir mistök

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að hann hefði líklega gert þó nokkuð af dýrkeyptum mistökum í haust en Man. Utd hefur t.d. aðeins unnið þrjá af fyrstu níu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Deisler aftur inn á geðsjúkrahús

Þýski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Sebastian Deisler, sem var lagður inn á geðsjúkrahús í fyrravetur vegna þunglyndis, var aftur lagður inn í gær.

Portsmouth marði Tottenham

Portsmouth sigraði Tottenham í ensku úrvalsdeildinni  í gær, 1-0. Yakubu Aiyegbeni skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. Tottenham fékk nokkur færi til að jafna en án árangurs.

Guðmundur enn á sigurbraut

Borðtennisspilarinn Guðmundur E. Stephensen og félagar hans í Malmö FF héldu áfram sigurgöngu sinni í sænsku úrvalsdeildinni þegar þeir lögðu Gröstorps IFH 6-0. Guðmundur og félagar hafa unnið alla þrjá leiki sína í deildinni.

Óvænt úrslit í Svíþjóð

Óvænt úrslit urðu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar Malmö tapaði heima fyrir Landskrona, 1-2. Pétur Marteinsson var í liði Hammarby sem gerði jafntefli við AIK í grannaslag í Stokkhólmi, 1-1.

Endastöð fyrir Guðmund Hrafnkelss

"Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta.

Endastöð fyrir Guðmund Hrafnkelsson

"Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og tilkynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð," segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta.

Hættulegt vopn?

Það rak marga í rogastans þegar markvörður kvennaliðs Víkings, Erna María Eiríksdóttir, mætti til leiks gegn Valsstúlkum í 1. deild kvenna í handbolta á dögunum með forláta hlíf á hausnum, hlíf sem notuð er í ólympískum hnefaleikum.

Harrison í fjögurra ára bann

Alvin Harrison, fyrrverandi Ólympíumeistari í 400 metra hlaupi, hefur verið úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann vegna neyslu ólöglegra lyfja. Harrison hefur játað á sig sökina og segist munu hlýta úrskurði Bandaríska frjálsíþróttasambandsins.

Anelka hættur

Claude Anelka, bróðir Nicolas Anelka hjá Manchester City, hefur sagt upp starfi sínu hjá Raith Rovers sem aðalþjálfari liðsins.

Trezeguet frá í þrjá mánuði

David Trezeguet, framherji Juventus, gekkst nýlega undir skurðaðgerð á öxl en kappinn hefur farið úr axlarlið þrisvar sinnum og kom því ekki annað til greina en aðgerð

Sjá næstu 50 fréttir