Sport

Kári til Djurgården

Víkingurinn Kári Árnason skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska liðið Djurgården í gærkvöld. Víkingar samþykktu 4-5 milljón króna samningstilboð Djurgården í Kára síðastliðinn þriðjudag. Á heimasíðu Djurgården er samningnum við Kára fagnað. Þar kemur fram að Kári hafi ákveðið að fórna háskólanámi í New York fyrir undirskrift hjá Djurgården. Kári sagði við íþróttadeildina í morgun að hann myndi hefja námi við Háskólann í Stokkhólmi í staðinn og fá nám sitt í Bandaríkjunum metið en þar átti hann eitt og hálft ár eftir.Þá segir á heimasíðu Djurgården að Kári sé mjög fjölhæfur leikmaður sem nýtist í margar stöður og hann muni án nokkurs vafa berjast um sæti í byrjunarliði Djurgården á næstu leiktíð. Kári er annar leikmaðurinn sem Víkingur selur til Djurgården í ár. Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen fór til sænska félagsins í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×