Sport

Emil til Everton?

Enska úrvalsdeildarliðið Everton vill semja við FH inginn Emil Hallfreðsson og mun gera tilboð í leikmanninn, samkvæmt heimildum íþróttadeildar. Emil hefur æft með aðalliði Everton síðustu átta daga og staðið sig feikivel. Hann kemur til landsins á morgun væntanlega með tilboð í farteskinu. FH ingar hafa lagt til við Everton að verði gengið frá samningum, og Emil seldur til félagsins, muni FH fá Emil að láni næsta sumar svo hann geti spilað í Landsbankadeildinni hér heima. Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, varðist allra frétta í morgun en staðfesti mikinn áhuga Everton á Emil. Þá sagði Pétur að ef svo ólíklega vildi til að Emil semdi ekki við Everton færi hann til hollenska liðsins Feyenoord til reynslu á næstunni. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa FH ingar rætt við Fylkismanninn Sævar Þór Gíslason um að fá hann til Hafnarfjarðar til þess að fylla skarð Emils.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×