Sport

Eiður búinn að skora tvö

Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að skora bæði mörk Chelsea í fyrri hálfleik í leik liðsins við Blackburn á Stamford Bridge. Flautað hefur verið til hálfleiks og er staðan 2-0. Mörkin, sem komu með aðeins mínútu millibili á 37. og 38. mínútu, voru keimlík. Eiður fékk sendingu inn fyrir vörn Blackburn þar sem hann var hægra megin í teignum og afgreiddi knöttin snyrtilega í netið - viðstöðulaust í fyrra skiptið en hann lagði boltann fyrir sig með bringunni í seinna markinu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×