Sport

KR hafnaði Groningen

Forráðamenn KR hafa hafnað lánstilboði hollenska liðsins Groningen í landsliðsmanninn Kristján Sigurðsson. Kristján dvaldi hjá félaginu við æfingar á dögunum og stóð sig vel. Jónas Kristinsson, stjórnarformaður KR Sports, sagði að KR hefði engan áhuga á lána Kristján en félagið væri hins vegar tilbúið að hlusta á tilboð í Kristján sem á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann sagðist búast við tilboði frá Groningen á næstu dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×