Sport

FH gerði Everton gagntilboð

FH-ingar hafa gert Everton gagntilboð vegna Emils Hallfreðssonar og er samningsgerðin á lokasprettinum að sögn Péturs Stephensen, framkvæmdastjóra FH. Lítið ber í milli félaganna og því virðist fátt geta komið í veg fyrir að Everton kaupi Emil af FH. Þegar félögin hafa komist að samkomulagi, sem virðist aðeins vera formsatriði, á Emil svo eftir að semja um kaup og kjör við Everton. Pétur sagði það koma til greina að FH fengi Emil lánaðan næsta sumar til að spila í Landsbankadeildinni, líkt og íþróttadeildin greindi frá í gær, en það færi alfarið eftir framvindu mála hjá Emil í herbúðum Everton. Emil verður annar leikmaður FH-liðsins í herbúðum Everton því Bjarni Þór Viðarsson samdi við Everton fyrr á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×