Sport

Montoya hlutskarpastur

Juan Pablo Montoya vann síðasta kappakstur ársins í Formúlu 1 sem fram fór í Brasilíu í gær. Var þetta jafnframt fyrsti sigur hans á tímabilinu en Finninn Kimi Räikkönen kom næstur og heimamaðurinn Barrichello varð þriðji. Þetta var fyrsti sigur Williams-liðsins síðan í ágúst í Þýskalandi þegar Montoya sigraði einnig en veðurfarið í Sao Paulo hafði sitt að segja fyrir keppnina. Gerði mikla rigningu áður en keppnin hófst og gafst lítill tími til að íhuga dekkjaval áður en lagt var af stað. Gat Räikkönen nýtt sér það einna best og náði forystu eftir þrjá hringi. Þegar aftur byrjaði að rigna eftir 30 hringi náði Montoya að rífa sig fram úr og hélt fyrsta sætinu til endaloka. Heimsmeistarinn Michael Schumacher endaði í sjöunda sæti eftir að hann hóf keppni í átjánda sæti eftir árekstur í æfingum fyrir keppnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×