Sport

HK efst í norðurriðli

HK er efst í norðurriðli 1. deildar karla í handbolta eftir fimm marka sigur á Þór, 32-27. HK hefur tíu stig líkt og Haukar. KA burstaði Aftureldingu 35-22 og er í 2. sæti með átta stig. Þá gerðu FH og Fram jafntefli 28-28. Fram hefur sjö stig en FH og Afturelding eru neðst með tvö stig. Í suðurriðli lagði Víkingur Stjörnuna 29-24. Víkingur er í efsta sæti með tíu stig ásamt ÍR sem á leik til góða. Þá bar Grótta/KR sigurorð af Selfossi 24-22. Í dag mætast ÍR og Valur í Austurbergi klukkan 16:50.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×