Fleiri fréttir

Mannskæðir eldsvoðar á skemmtistöðum

Talið er að 232 hafi látið lífið í eldsvoða á skemmtistað í Brasilíu í nótt. AP-fréttastofan hefur tekið saman mannskæða eldsvoða á skemmtistöðum um heim allan.

Hljómsveitarmeðlimir gufuðu upp

Ekkert hefur heyrst til tólf kólumbískra hljómsveitarmeðlima og átta manna fylgdarliðs síðan á tónleikum sveitarinnar á fimmtudagskvöld.

Aðeins tár framlag Dana

Emmelie de Forest mun flytja framlag Dana í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí.

Freista þess að stöðva herskáa Íslamista

Sameiginlegar hersveitir Frakklands og Malí nálgast nú stórborgina Timbúktú í Norður-Malí, í suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar, og freista þess að stöðva sókn herskárra Íslamista.

67 dauðir kettir og 99 lifandi fjarlægðir

Bandarísk yfirvöld segja að 67 dauðir og 99 lifandi kettir hafi verið fjarlægðir úr viðurstyggilegu húsi í bænum Wright í New York fylki í Bandaríkjunum.

Star Wars legó veldur reiði

Tyrkir í Austurríki eru ósáttir með nýtt legó af af höll Jabba úr Star Wars kvikmyndunum. Höllin er sögð minna um of á fræga mosku.

Zeman kjörinn forseti Tékklands

Milos Zeman, fyrrverandi forsætisráðherra Tékklands, hefur verið kjörinn forseti Tékklands í fyrstu beinu forsetakosningunum þar í landi.

Ólöglegt að opna "læsta" farsíma

Farsímanotendur vestanhafs eru að öllum líkindum heldur svekktir með ný lög sem tóku gildi í dag. Nú er ólöglegt að láta opna "læsta" farsíma.

21 knattspyrnuáhorfandi dæmdur til dauða

Dómstólar kváðu í gær upp dauðadóm yfir 21 knattspyrnuáhorfanda í Port Said í Egyptalandi. Óeirðir brutust út að loknum knattspyrnuleik í borginni í febrúar á síðasta ári þar sem 74 létu lífið.

Rússar hreinsa til í Norður-Íshafinu

Nokkrir rússneskir kjarnorkukafbátar og verulegt magn af rússneskum kjarnorkuúrgangi er enn á hafsbotni í Norður-Íshafinu. Rússar eru farnir að taka þennan vanda alvarlega og hyggjast hreinsa þetta hafsvæði eftir því sem unnt reynist.

Ákærður hagstofustjóri neitar að víkja

Gríski hagstofustjórinn, Andreas Georgiou, sætir nú miklum þrýstingi frá undirmönnum sínum um að segja af sér. Hann verst ákæru fyrir að falsa tölfræðiupplýsingar um efnahag landsins og það þykir rýra traust stofnunarinnar. Hann neitar hins vegar að víkja.

Fjöldi manns mótmælir í Kaíró

Á annað hundrað manns særðust í átökum í Kaíró í gær. Átökin tengdust mótmælum sem stjórnarandstæðingar efndu til í tilefni þess að tvö ár voru liðin frá því uppreisnin gegn Hosni Mubarak hófst.

Obama skipar nýjan starfsmannastjóra í Hvíta húsið

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Denis McDonough, aðstoðar þjóðaröryggisráðgjafa, sem starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann tekur við af Jack Lew sem verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna. McDonough og Obama hafa unnið saman síðan Obama var þingmaður í öldungardeildinni.

Um 20% mannkyns smituðust af svínaflensu

Um 20% mannskyns, þar af helmingur skólabörn, smitaðist af svínaflenskuj fyrsta árið sem hún reið yfir heimsbyggðina árið 2009. Þetta sýna gögn frá 19 ríkjum sem fréttastofa BBC vísar til. Talið er að veiran hafi drepið 200 þúsund manns víðsvegar um heiminn. Rannsóknin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var fjöldi fólks sem fékk nokkur einkenni án þess þó að fá þau öll.

Þúsundir flýja Sýrland á hverjum degi

Á síðasta sólarhring er talið að 10 þúsund börn og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýrland yfir landamærin til Jórdaníu. Átök hafa harðnað í suðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að næstum 20 þúsund flóttamenn hafa flúið til landamæranna. Í gærkvöldi komu næstum 3.500 manns í Zaatari flóttamannabúðirnar. Á hverjum klukkutíma koma allt að fimm rútur í búðirnar, flestar yfirfullar af örþreyttu og hræddu fólki sem flúið hefur heimili sín með þær fáu eigur sem það getur haldið á.

Seldi dóttur sína á 1,5 milljónir króna

Indversk móðir hefur verið handtekin fyrir að selja dóttur sína á 650 þúsund rúpíur, eða því sem nemur 1,5 milljónum króna. Móðirin segir að hún hafi selt stelpuna til þess að geta greitt skuld sem nemur um einni milljón króna, en hún skuldar þorpinu sem hún býr í þann pening. Lögreglan hefur líka handtekið parið sem keypti stelpuna og sakar þau um mansal. Indverjar neyðast oft til þess að selja börn sín vegna fátæktar og örbirgðar og margar stelpur eru seldar. Fréttastofa BBC hefur það eftir lögreglunni á Indlandi að stúlkan hafi verið seld fyrir mánuði en glæpurinn upplýstist þegar hún reyndi að strjúka frá parinu.

"Ég var sýknuð"

Florence Cassez var dæmd í sextíu ára fangelsi í Mexíkó fyrir aðild að mannránum. Hún er nú komin til Frakklands eftir að hæstiréttur Mexíkó ógilti dóminn vegna formgalla. Fórnarlömbin þó engan veginn sannfærð um sakleysi hennar.

Líkur á að allir James Bond leikaranir komi saman

Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að einhverjar líkur séu á að allir þeir sex leikarar sem leikið hafa James Bond muni koma saman í fyrsta sinn í sögunni á næstu Óskarsverðlaunahátíð.

Náði fyrstu myndinni af Oslóarúlfinum

Náðst hefur mynd af úlfi sem heldur til í grennd við Osló í Noregi. Úlfur þessi hefur verið eitt helsta umtalsefni borgarbúa undanfarna daga enda tegundin talin útdauð á svæðinu í 200 ár.

Boða fleiri tilraunir með kjarnavopn

Norður-Kóreumenn boða fleiri tilraunir með kjarnorkusprengingar og flugskeyti, þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir sem bitna harkalega á bágum efnahag þjóðarinnar.

Óttast áhlaup uppreisnarmanna

Íbúar í bænum Mopti í Malí hafa gripið til vopna og búið sig undir áhlaup íslamskra uppreisnarmanna.

Destiny's Child spila í hálfleik á Super Bowl

Nú er það komið á hreint hvaða listamenn skemmta í hálfleik á Super Bowl sem fer fram á sunnudagskvöldið 3. febrúar. Hálfleiks-skemmtunin er ein sú stærsta í heimi og margir sem vaka fram eftir einungis til að sjá sýninguna.

Í mál við Subway - brjálaðir yfir 2,5 cm

Tveir menn frá New Jersey í Bandaríkjunum hafa farið í mál við skyndibitakeðjuna Subway en þeir segja að bátarnir sem þeir keyptu á dögunum séu alltof litlir.

Heimspressan fylgist með hundi taka hest í gönguferð

Upptaka frá Sotra í Hordaland sýnir hvernig hundurinn Elías tekur stjórnina og fer með hest í góðan göngutúr þegar dýrin tvö eru úti með eiganda sínum. Hesturinn lætur sér fátt um finnast og er lang spenntastur fyrir að fá sér grænt gras að bíta. Hann sýnir jafnvel smá mótrþóa en hundurinn gefst ekki upp. Myndin af hestinum fór á YouTube í september 2011 en undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að sýna það við miklar vinsældir.

Söngveðrið brást Beyoncé

​Sálarsöngkonan Aretha Franklin segist skilja hvers vegna Beyoncé tók þá ákvörðun að "mæma“ flutning sinn á þjóðsöng Bandaríkjanna við vígsluathöfn Obama forseta á mánudag.

Hlutfallslega fleiri konur látast af völdum reykinga

Miklu meiri líkur eru á að konur sem reykja nú til dags látist af völdum reykinganna en var fyrir fjörutíu árum síðan. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtust í blaðinu New England Journal of Medicine. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er núna jafn líklegt að konur látist af völdum reykinga og karlar. Í rannsókninni voru skoðuð gögn sem fengin voru frá um tveimur milljónum kvenna í Bandaríkjunum. Læknaskýrslur frá árunum 2000-2010 sýna að konur sem reykja eru 25 falt líklegri til að deyja úr lungnakrabba en konur sem ekki reykja.

Aðalmeðferð hefst í nauðgunarmálinu

Aðalmeðferð í máli fimm manna sem sakaðir eru um að hafa nauðgað ungri konu í strætisvagni í Nýju Delí á Indlandi í desember síðastliðnum hófst í dag.

Jöklar í Andesfjöllum bráðna hratt

Mælingar gefa til kynna að bráðnun jökla í Andesfjöllum hafi náð nýjum hæðum á síðustu árum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindatímaritinu Cryosphere, eða Freðhvolf, á dögunum en hún var framkvæmd af alþjóðlegum hópi jöklafræðinga. Nær helmingur allra jökla í Andesfjöllum var rannsakaður. Í niðurstöðunum kemur fram að jöklar í Andesfjöllunum í Suður-Ameríku hafi rýrnað verulega frá því að formlegar mælingar hófust á áttunda áratugnum.

Netanjahú reynir að mynda breiða stjórn

Yair Lapid, óvæntur sigurvegari þingkosninganna í Ísrael, verður í lykilstöðu við stjórnarmyndun. Stjórnarflokkarnir misstu meirihlutann en Benjamín Netanjahú forsætisráðherra reynir nú að mynda breiða stjórn hægri og vinstri flokka.

Boðar endurskoðun og þjóðaratkvæði

David Cameron boðaði í ræðu í gær að aðild landsins að ESB yrði endurskoðuð á næsta kjörtímabili. Þjóðin ákveði í framhaldinu hvort landið verði áfram í ESB. Leiðtogar ESB-ríkja segja ekki hægt að velja og hafna úr sáttmála sambandsins.

Sjá ekki eftir mótmælunum

Þær Nadezhda Tolokonnikova og Anna Alekhina, meðlimir í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot, segjast ekki láta erfiðar aðstæður í vinnubúðunum hafa mikil áhrif á sig.

Buðu pólfaranum í mat í Síle

Þegar Suðurskautsfarinn Vilborg Anna Gissurardóttir kom á miðvikudagskvöld til Punta Arenas, syðst í Síle, hitti hún þar fyrir áhöfnina á íslenska rannsóknarskipinu Poseidon.

Sjá næstu 50 fréttir