Erlent

Heimspressan fylgist með hundi taka hest í gönguferð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Upptaka frá Sotra í Hordaland í Noregi sýnir hvernig hundurinn Elías tekur stjórnina og fer með hest í góðan göngutúr þegar dýrin tvö eru úti með eiganda sínum. Hesturinn lætur sér fátt um finnast og er lang spenntastur fyrir að fá sér grænt gras að bíta. Hann sýnir jafnvel smá mótþróa en hundurinn gefst ekki upp. Myndin af hestinum fór á YouTube í september 2011 en undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að sýna það við miklar vinsældir.

„Ég var úti með dýrin tvö þegar hundurinn tók bara allt í einu völdin. Þetta var mjög fyndið og þetta gekk á í smá tíma áður en ég byrjaði að taka þessar myndir," sagði Marita Morlandstø í samtali við norska blaðið VG. Hún segir að hundurinn og hesturinn séu góðir vinir.

Það má sjá myndskeiðið með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×