Erlent

Freista þess að stöðva herskáa Íslamista

Uppreisnarhermenn í Malí.
Uppreisnarhermenn í Malí. Nordicphotos/AFP
Sameiginlegar hersveitir Frakklands og Malí nálgast nú stórborgina Timbúktú í Norður-Malí, í suðurjaðri Saharaeyðimerkurinnar, og freista þess að stöðva sókn herskárra Íslamista.

Leiðtogar Afríkusambandsins munu funda í dag um stöðu mála í Malí og skera úr um hvort að herlið verði send til aðstoðar yfirvöldum í Malí. Uppreisnarmennirnir hafa herjað á norðurhluta Malí undarfarin misseri en þurftu að hörfa eftir að franski flugherin hóf loftárásir sínar þar í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×