Erlent

Um 15.000 krókudílar sluppu frá búgarði í Suður Afríku

Um 15.000 krókudílar sluppu frá krókudílabúgarði í norðurhluta Suður Afríku í upphafi vikunnar.

Þetta gerðist í kjölfar mikils úrhellis sem olli því að flóð eyðilagði varnargarða í kringum krókudílaræktina. Búið er að ná aftur yfir helmingnum af þessum krókudílum en fjöldi þeirra gengur enn laus á svæðinu íbúum þar til mikilla hrellinga.

Búgarðurinn er staðsettur við landamætin að Botswana en talið er að töluverður hluti af krókudílunum hafi sloppið út í Limpopo ánna sem rennur þarna um en hún er næststærsta á landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×