Fleiri fréttir

Arnold verður Tortímandinn

Austurríska vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger segist verða með í nýjustu kvikmyndinni um Tortímandann sem nú er í undirbúningi.

Stuart Hall sakaður um nauðgun

Breski sjónvarpsmaðurinn Stuart Hall hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn tíu ungum stúlkum.

Attenborough: Mannkyn er plága á jörðinni

Mannkyn er plága á jörðinni og nauðsynlegt er að stemma stigum við fjölgun þess. Þetta sagði breski náttúrufræðingurinn David Attenborough í samtali við breska fjölmiðla í gær.

Ræktuðu nýrnavef á tilraunastofu

Vísindamenn í Japan tilkynntu í dag að þeim hefði tekist að rækta nýrnavef úr stofnfrumum. Er þetta í fyrsta sinn sem slík tilraun ber árangur. Hún markar að mörgu leyti tímamót í vísindasögunni og gæti umbylt lífi þeirra sem reiða sig á himnuskiljun.

Filippseyjar gefast upp á viðræðum

Stjórnvöld á Filippseyjum leita til Sameinuðu þjóðanna í hafréttardeilum við Kínverja um yfirráð á Suður-Kínahafi. Segja friðsamlegar viðræður engum árangri hafa skilað. Alls gera sex ríki tilkall til mismunandi stórra svæða í Suður-Kínahafi.

Fleiri vasaþjófnaðir í Danmörku

Sannkölluð sprenging hefur orðið í fjölda tilkynninga um vasaþjófnaði í Danmörku síðustu ár, en tilkynningum fjölgaði um 40 prósent frá 2007 fram á síðasta ár. Frá þessu segir í Metroxpress.

Bretar óttast að talibanar hefni

Eftir að Harry Bretaprins viðurkenndi opinberlega á mánudag að hafa drepið talibana úr herþyrlu í Afganistan hafa heitar umræður orðið í Bretlandi um hættuna á því að talibanar hyggi á hefndir.

Netanjahú stendur verr að vígi á þingi

Samkvæmt útgönguspám að loknum þingkosningum í Ísrael í gærkvöld fær kosningabandalag stjórnarflokkanna Likud og Yishrael Beiteinu 31 þingsæti á þingi. Þetta er mikið fylgistap því á síðasta kjörtímabili höfðu þessir tveir flokkar samtals 42 sæti á 120 manna þingi landsins.

Fagna afmæli sögulegra sátta

"Best geymda leyndarmál okkar er að á milli okkar er góður andi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari þegar fréttamenn spurðu út í samskipti hennar við François Hollande Frakklandsforseta. "Það erfiða er að sannfæra ykkur,“ bætti hún við.

Norður-Kórea eflir kjarnorkurannsóknir

Norður-Kóreumenn hafa hótað að efla kjarnorkurannsóknir sínar og fjölga í herliði sínu eftir að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn landinu.

Steinn hafnaði inni í svefnherbergi

Kona í Utah er á batavegi eftir að stærðarinnar steinn valt niður brekku, skall á íbúðarhúsi hennar og hafnaði inni í svefnherbergi.

Látbragðsleikur Beyonce hneykslar

Bandaríska stórsöngkonan Beyonce sætir nú harðri gagnrýni fyrir að hafa notast við upptöku þegar hún flutti þjóðsöng Bandaríkjanna við embættistöku Barack Obama á mánudaginn.

Notkun aspirin tengd sjónleysi

Vísindamenn í Ástralíu hafa sýnt fram á að þeir sem reglulega nota verkjastillandi lyfið aspirin séu líklegri til þess að missa sjón.

Dolph Lundgren vitnar í íslenska vefsíðu

Hasarmyndaleikarinn Dolph Lundgren virðist afar sáttur við gagnrýni íslensku vefsíðunnar Filmophilia á nýjustu mynd Svíans, Universal Soldier: Day Of Reckoning.

Bjargað af brautarteinunum í Madríd

51 árs gömul kona féll í yfirlið þar sem hún beið eftir neðanjarðarlestinni í Madríd, höfuðborg Spánar, í gær. Sem betur gekk spænsk lögreglukona vasklega til verks og kom henni til bjargar.

Lögga og blaðamaður í vondum málum

Fyrrverandi lögreglumaður og blaðamaður á breska götublaðinu The Sun eiga yfir höfði sér ákæru. Málið er hluti af rannsókn lögreglu á spillingu opinberra starfsmanna í starfi.

Amma á sextugsaldri dæmd til dauða fyrir fíkniefnasmygl

Bresk kona, Lindsay Sandiford, var í gær dæmd til dauða, fyrir að reyna að smygla fíkniefnum á eyjunni Balí. Það vekur athygli að konan er orðin 56 ára gömul og amma. Hún var handtekin í maí síðastliðnum á flugvellinum í Balí þegar tollverðir fundu um 3,8 kíló af kókaini í farangri hennar. Í dómnum segir að Sandiford hafi eyðilagt ímynd Balí sem ferðamannaparadísar og veikt baráttu yfirvalda í fíkniefnastríðinu. Sandiford neitar sök.

Íbúar í Diabaly tóku vel á móti Frökkum

Franski herinn er kominn til Diabaly í Malí, viku eftir að íslamistar hertóku bæinn. Íslamistarnir hröktust burt eftir linnulausar loftárásir Frakka undanfarna daga. Frakkar vilja að herlið frá Afríkuríkjunum taki við keflinu á næstu vikum.

Segist hafa skotið Talibana

Harry Bretaprins, sem er á heimleið eftir fjögurra mánaða herþjónustu í Afganistan, segist hafa lent í aðstæðum sem þyrluflugmaður þar sem hann þurfti að skjóta á Talibana og að einhverjir þeirra hafi fallið.

Gröf leynt fyrir tengdamömmu

Sóknarnefnd á Norður-Sjálandi hefur í þrjú ár neitað að upplýsa Ann Brydholm um hvar leiði sonar hennar, Claus Brydholm, er. Leiðið var á leynilegum stað í kirkjugarðinum í Karlebo og án legsteins þar til fyrir stuttu vegna óska ekkjunnar en nú hafa jarðneskar leifar Brydholms verið fluttar annað, að því er greint er frá í Jyllands-Posten.

Reykjandi múslímar stöðvaðir

Tungumálaörðugleikar eiga ekki að koma í veg fyrir að menn hætti að reykja. Þetta er mat yfirvalda í Kaupmannahöfn sem ákváðu að láta tóbaksvarnarráðgjafa stöðva múslíma á leið til föstudagsbænar.

Rannsókn á barnaníði hætt

Kaþólska kirkjan í Þýskalandi hefur blásið af óháða rannsókn viðurkennds fræðimanns á kynferðisglæpum innan kirkjunnar.

Sláandi myndir af rafgeymi Dreamliner þotunnar sem nauðlenti

Flugmálastjórn Japans hefur sett myndir á netið af því hvernig rafgeymir Dreamliner þotunnar leit út eftir að henni var nauðlent á Takamitshu flugvellinum í Japan í síðustu viku. Til samanburðar er svo mynd af því hvernig sá rafgeymir lítur út þegar allt er með felldu.

Þingkosningar í Ísrael í dag

Þingkosningar verða haldnar í Ísraal í dag en fastlega er búist við því að Benjamin Netanjahu forsætiráðherra landsins haldi völdum að þeim loknum.

Dómur í málinu gegn Berlusconi verður eftir þingkosningarnar

Dómarinn í réttarhöldunum í Mílanó þar sem Silvio Berlusconi er ákærður fyrir samræði við unglingsstúlku undir lögaldri hefur ákveðið að dómsuppkvaðning verði ekki fyrr en að loknum þingkosningunum á Ítalíu í næsta mánuði.

Með stærstu mjaðmir í heimi

Mikel Ruffinelli, þrjátíu og níu ára gömul kona frá Los Angeles í Bandaríkjunum, er líklega með stærstu mjaðmir í heimi en ummál þeirra eru 244 sentimetrar. Mjaðmir hennar stækkuðu mikið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, tuttugu og tveggja ára en fram að því var hún mikill íþróttamaður og í góðu formi.

Beðið eftir Obama

Mikill mannfjöldi er samankominn í þjóðgarðinum The Mall í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna. Barack Obama mun sverja embættiseið sinn opinberlega síðdegis í dag.

Afi togaði hákarl frá barnahópi

62 ára gamall ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann togaði í hákarl sem synti í grunnu vatni við strönd Ástralíu í gær.

Konur láta til sín taka á Sundance

Hin virta Sundance-kvikmyndahátíð stendur nú sem hæst, en hún er haldin ár hvert í borginni Park City í Utah-fylki Bandaríkjanna. Það sem vekur sérstaka athygli í ár er að jafn margar konur eiga mynd í aðalkeppninni og karlar, en það hefur aldrei gerst áður í 35 ára sögu hátíðarinnar.

Bjargað eftir þrjá daga á fleka

Skemmtiferðaskip á leið sinni til Suðurskautslandsins tók á sig 1800 kílómetra krók til þess að bjarga siglingarmanni í Suðurhöfum í gær. Skúta mannsins varð fyrir skemmdum suðvestur af áströlsku eyjunni Tasmaníu á föstudag.

Margir slasaðir eftir árekstur farþegalesta í Vín

Tvær farþegalestir lentu í árrekstri í Vín höfuðborg Austurríkis í morgun. Fjöldi farþega slasaðist við áreksturinn sem var mjög harður þar sem lestirnar keyrðu framan á hvor aðra á töluverðum hraða.

Réttarhöld hefjast í Delí

Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr.

Tilræðið sagt sviðsett

Talið var að ótrúleg heppni hefði orðið til þess að ekki hljóp skot úr byssu manns sem komst upp að hlið stjórnmálamanns á stjórnmálafundi í Búlgaríu á laugardaginn. Nú er annað hljóð komið í strokkinn.

Segir Hugo Chavez vera á batavegi

Hugo Chavez forseti Venesúela mun vera á batavegi á sjúkrahúsinu á Kúbu þar sem hann gekkst undir krabbameinsaðgerð í síðasta mánuði.

Rafgeymar Dreamliner þotunnar eru í lagi

Sérfræðingar frá bandaríska öryggiseftirlitinu hafa komist að því að ekkert sé að rafgeymunum í Dreamliner þotunum sem rannsakaðar hafa verið á vegum bandarískra flugmálayfirvalda undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir