Erlent

Meirihluti Breta vill úrsögn úr Evrópusambandinu

Ef kosið yrði í dag myndi naumur meirihluti Breta velja að Bretland segði sig úr Evrópusambandinu.

Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem YouGov gerði í framhaldi af margumtalaðri Evrópusambandsræðu David Cameron forsætisráðherra Bretlands í vikunni.

Niðurstöður könnunarinnar voru að 40% vildu úrsögn úr Evrópubandinu en 37% sögðust vilja að landið ætti áfram aðild að því. 18% sögðust ekki hafa skoðun á málinu og 5% neituðu að svara spurningunni.

Svipuð könnun YouGov fyrir ræðu Cameron sýndi hinsegar að 40% vildu vera áfram í Evrópusambandinu en 34% vildu úrsögn úr því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×