Erlent

Berlusconi mærði Mussolini á athöfn um helför Gyðinga

Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu hefur enn á ný tekist að vekja athygli á sér fyrir vægast sagt óheppileg ummæli.

Berlusconi notaði tækifærið á minningarathöfn í gærdag í Mílanó um helför nasista gegn Gyðingum á síðustu öld til þess að mæra Benito Mussolini fyrrum einræðisherra landsins.

Berlusconi sagði að Mussolini hefði verið góður leiðtogi þótt það hafi verð rangt af honum að samþykkja alræmda kynþáttalöggjöf árið 1938 en sú löggjöf útlokaði Gyðinga frá ítölskum háskólum og mörgum starfsgreinum.

Vinstri flokkarnir á Ítalíu hafa harðlega fordæmt þessi ummæli Berlusconi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×