Erlent

Assange: Kvikmyndin um WikiLeaks hluti af áróðursherferð

Julian Assange í gær.
Julian Assange í gær. MYND/AP
Julian Assange, stofnandi upplýsingaveitunnar WikiLeaks, segir að væntanleg kvikmynd sem byggð er á upphafsárum WikiLeaks sé liður í stórfelldri áróðursherferð gegn uppljóstrunarsamtökum víða um heim.

Assange lét ummælin falla á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Undanfarin misseri hefur hann dvalið í sendiráði Ekvadors í Lundúnum en hann á yfir höfði sér að verða framseldur til Svíþjóðar þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot.

Hluti kvikmyndarinnar var tekin upp á Austurvelli í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×