Erlent

Hljómsveitarmeðlimir gufuðu upp

Ekkert hefur heyrst til tólf kólumbískra hljómsveitarmeðlima og átta manna fylgdarliðs síðan á tónleikum sveitarinnar á fimmtudagskvöld.

Hljómsveitin Kombo Kolombia spiluðu á tónleikum í borginni Hidalgo í Mexíkó á fimmtudagskvöldið. Ættingjar settu sig í samband við lögregluyfirvöld þegar enginn úr tuttugu manna hópnum svaraði í síma sinn.

Bifreið hljómsveitarinnar fannst á tónleikastaðnum en þar var engan af tónlistarmönnunum að finna. Eiturlyfjagengi í Mexíkó hafa drepið fjölmarga tónlistarmenn í Mexíkó undanfarin ár að því er fréttavefur BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×