Erlent

Vestrænir menn hvattir til að yfirgefa Benghazi

Bresk stjórnvöld hafa hvatt alla Breta sem staddir eru í borginni Benghazi í Líbýu að yfirgefa borgina strax vegna yfirvofandi ógnar í garð vestrænna manna.

Þjóðverjar og Hollendingar hafa einnig hvatt landa sína í borginni að koma sér þaðan eins fljótt og mögulegt er.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að átökin í Malí hafi gert ástandið mjög ótryggt fyrir þá vestrænu menn sem enn eru í Benghazi.

Utanríkisráðuneyti Líbýu segir að þessi viðbrögð séu talsvert yfirdrifin því ástandið sé ekki orðið eins hættulegt og fyrrgreind stjórnvöld telja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×