Erlent

Aðeins tár framlag Dana

Emmelie de Forest mun flytja framlag Dana í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Malmö í maí.

Tíu lög börðust um að verða fulltrúi Dana í undankeppni í Herning í Danmörku í gær. Danskur almenningur kaus í símakosningu auk þess sem dómnefnd hafði sitt vægi.

Eftir að lögin tíu höfðu verið sungin komust þrjú þeirra í úrslit. Þau fóru aftur á svið og kosið var á milli þeirra. Sigurlagið ber titilinn Only Teardrops eða „Aðeins tár". Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir ofan.

Emmelie de Forest er aðeins 19 ára gömul. Hún hefur sungið í tíu ár og getið sér gott orð í kirkjukórum og við gospelsöng. Lokakeppnin fer fram þann 18. maí í Malmö í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×