Boðar endurskoðun og þjóðaratkvæði 24. janúar 2013 07:00 David Cameron lofaði Bretum að hefja endurskoðun ESB-aðildar landsins sigri flokkurinn í næstu þingkosningum. FRéttablaðið/AP David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í ræðu í gær að ESB-aðild landsins yrði endurskoðuð eftir næstu þingkosningar, að því gefnu að Íhaldsflokkurinn beri þar sigur úr býtum. „Þegar samkomulag um það liggur fyrir munum við bjóða bresku þjóðinni upp á skýran valkost í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort Bretland verði áfram í ESB, undir nýjum skilmálum, eða hvort sagt verði skilið við sambandið.“ Kosningar eru fyrirhugaðar árið 2015, en Cameron segir stefnt að því að leggja málið fyrir kjósendur á fyrri hluta næsta kjörtímabils, sem verður væntanlega í síðasta lagi árið 2018. Ræðunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda hefur óánægja Breta með ESB-aðild vaxið síðustu misseri. Skoðanakannanir benda til þess að rúmur helmingur myndi kjósa með úrsögn úr sambandinu við núverandi aðstæður. Þá hefur þrýstingur á Cameron einnig aukist innan Íhaldsflokksins. Cameron segist sjálfur ekki vera hlynntur úrsögn Bretlands úr ESB, heldur muni hann berjast ötullega fyrir því að breyttur aðildarsáttmáli verði samþykktur. Markmiðið sé að ná fram breytingum á ESB, ekki að yfirgefa sambandið. Aðild gefi Bretum margt, ekki síst aukin áhrif á alþjóðavettvangi. „Því segi ég við bandamenn okkar í Evrópu, þó þau séu ef til vill ósátt við okkar viðhorf: Vinnið með okkur að þessu marki.“ Cameron segir að endurskoðun ESB varðaði ekki síst framtíð sambandsins sjálfs. „Það er mín trú að hagsmunum Breta sé best borgið innan sveigjanlegs opins sambands sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og að slíkt samband sé sterkara með Bretland innanborðs.“ Viðbrögð annarra ESB-ríkja við ummælum Camerons voru flest á þá leið að einstök ríki gætu ekki valið og hafnað hverju þau ganga að í ESB-samstarfinu. „Þú getur ekki gengið í fótboltafélag og svo heimtað að spila rúgbý,“ sagði franski utanríkisráðherrann Laurent Fabius til dæmis. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist þó reiðubúin til að ræða við Breta um óskir þeirra: „En við þurfum að hafa í huga að önnur ríki hafa líka annars konar óskir.“ Frans Timmermans, utanríkisráðherra Hollands, styður margt í máli Camerons. „Þess vegna viljum við hafa Breta í ESB, því að umbætur eiga sér stað að innan en ekki með því að ganga í burtu.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í ræðu í gær að ESB-aðild landsins yrði endurskoðuð eftir næstu þingkosningar, að því gefnu að Íhaldsflokkurinn beri þar sigur úr býtum. „Þegar samkomulag um það liggur fyrir munum við bjóða bresku þjóðinni upp á skýran valkost í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort Bretland verði áfram í ESB, undir nýjum skilmálum, eða hvort sagt verði skilið við sambandið.“ Kosningar eru fyrirhugaðar árið 2015, en Cameron segir stefnt að því að leggja málið fyrir kjósendur á fyrri hluta næsta kjörtímabils, sem verður væntanlega í síðasta lagi árið 2018. Ræðunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu, enda hefur óánægja Breta með ESB-aðild vaxið síðustu misseri. Skoðanakannanir benda til þess að rúmur helmingur myndi kjósa með úrsögn úr sambandinu við núverandi aðstæður. Þá hefur þrýstingur á Cameron einnig aukist innan Íhaldsflokksins. Cameron segist sjálfur ekki vera hlynntur úrsögn Bretlands úr ESB, heldur muni hann berjast ötullega fyrir því að breyttur aðildarsáttmáli verði samþykktur. Markmiðið sé að ná fram breytingum á ESB, ekki að yfirgefa sambandið. Aðild gefi Bretum margt, ekki síst aukin áhrif á alþjóðavettvangi. „Því segi ég við bandamenn okkar í Evrópu, þó þau séu ef til vill ósátt við okkar viðhorf: Vinnið með okkur að þessu marki.“ Cameron segir að endurskoðun ESB varðaði ekki síst framtíð sambandsins sjálfs. „Það er mín trú að hagsmunum Breta sé best borgið innan sveigjanlegs opins sambands sem á auðvelt með að laga sig að breyttum aðstæðum og að slíkt samband sé sterkara með Bretland innanborðs.“ Viðbrögð annarra ESB-ríkja við ummælum Camerons voru flest á þá leið að einstök ríki gætu ekki valið og hafnað hverju þau ganga að í ESB-samstarfinu. „Þú getur ekki gengið í fótboltafélag og svo heimtað að spila rúgbý,“ sagði franski utanríkisráðherrann Laurent Fabius til dæmis. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist þó reiðubúin til að ræða við Breta um óskir þeirra: „En við þurfum að hafa í huga að önnur ríki hafa líka annars konar óskir.“ Frans Timmermans, utanríkisráðherra Hollands, styður margt í máli Camerons. „Þess vegna viljum við hafa Breta í ESB, því að umbætur eiga sér stað að innan en ekki með því að ganga í burtu.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira