Erlent

Seldi dóttur sína á 1,5 milljónir króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Indlandi. Mynd/ Getty.
Frá Indlandi. Mynd/ Getty.
Indversk móðir hefur verið handtekin fyrir að selja dóttur sína á 650 þúsund rúpíur, eða því sem nemur 1,5 milljónum króna. Móðirin segir að hún hafi selt stelpuna til þess að geta greitt skuld sem nemur um einni milljón króna, en hún skuldar þorpinu sem hún býr í þann pening.

Lögreglan hefur líka handtekið par sem keypti stelpuna og sakar þau um mansal. Indverjar neyðast oft til þess að selja börn sín vegna fátæktar og örbirgðar og margar stelpur eru seldar. Fréttastofa BBC hefur það eftir lögreglunni á Indlandi að stúlkan hafi verið seld fyrir mánuði en glæpurinn upplýstist þegar hún reyndi að strjúka frá parinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×