Erlent

Hlutfallslega fleiri konur látast af völdum reykinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykingar drepa, það er staðreynd.
Reykingar drepa, það er staðreynd. Mynd/ Getty.
Miklu meiri líkur eru á að konur sem reykja nú til dags látist af völdum reykinganna en var fyrir fjörutíu árum síðan. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtust í blaðinu New England Journal of Medicine. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er núna jafn líklegt að konur látist af völdum reykinga og karlar. Í rannsókninni voru skoðuð gögn sem fengin voru frá um tveimur milljónum kvenna í Bandaríkjunum. Læknaskýrslur frá árunum 2000-2010 sýna að konur sem reykja eru 25 falt líklegri til að deyja úr lungnakrabba en konur sem ekki reykja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×