Erlent

Star Wars legó veldur reiði

Tyrkir í Austurríki eru ósáttir með nýtt legó af af höll Jabba úr Star Wars kvikmyndunum. Höllin er sögð minna um of á fræga mosku.

Menningarráð Tyrkja í Austurríki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þar segir að líkanið feli í sér fordóma þar sem höll Jabba minni á Hagia Sophia í Istanbúl og aðra mosku í Beirút.

Hagia Sofia þjónaði múslimum í yfir 500 ár eða þar til hún var gerð að safni árið 1943. Hún er þekkt um allan heim og þykir hið glæsilegasta mannvirki.

Hagia SophiaNordicphotos/AFP
„Jabba the hut" er persóna úr Star Wars kvikmyndunum. Um óþokka er að ræða sem tekur Han Solo, leikinn af Harrison Ford, og frystir hann. Þá heldur hann Leiu prinsessu í sinni vörslu gegn eigin vilja og reynir að drepa Loga geimgengil.

Tyrkneska menningarráðið telur að með Jabba, sem reyki pípu og sé ljótur, sé alið á fordómum í garð fólks frá Asíu og Austurlöndum sem glæpamönnum.

Menningarráðið óskar eftir afsökunarbeiðni frá Lego.

Jabba the hut



Fleiri fréttir

Sjá meira


×