Fleiri fréttir Atvinnuleysi mælist 7,5 prósent Atvinnuleysi mælist nú 7,5 prósent í Þýskalandi, sem merkir að rúm 3,1 milljón manna er þar án atvinnu, samkvæmt upplýsingum hagstofu Evrópusambandsins. 2.11.2010 06:00 Sjónir manna beinast að Nevada Skoðanakannanir í Bandaríkjunum spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. 2.11.2010 05:00 Repúblikanar sigra líklegast í fulltrúadeildinni Repúblikanar munu ná meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum sem fram fara á morgun, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Reuters/Ipsos. Um 50% kjósenda sögðu að þeir myndu kjósa fulltrúa Repúblikanaflokksins en 44% sögðust gera ráð fyrir að kjósa frambjóðanda úr röðum Demókrata. 1.11.2010 20:41 Hefur mistekist að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu Markmið í rekstri heilbrigðisþjónustunnar hefur verið að draga úr kostnaði en það hefur mistekist, sagði Michael Porter, prófessor við Harvard Business School í fyrirlestri um heilbrigðiskerfið í dag. 1.11.2010 18:11 Hrekkjavaka í Hvíta húsinu Bandarísku forsetahjónin tóku á móti miklum fjölda skrautlegra klædda barna í tilefni af hrekkjavökunni í gær. Börnin voru úr nálægum skólum. 1.11.2010 16:35 Snekkja Saddams komin heim Einkasnekkja Saddams Hussein kom til hafnar í borginni Basra í Írak í dag. Snekkjan hefur verið í Frakklandi síðustu tvö árin, en frönsk yfirvöld lögðu hald á hana þegar hún kom til Nice á Miðjarðarhafsströnd landsins í lok janúar árið 2008. 1.11.2010 16:32 Obama sagður ólöglegur innflytjandi Um 25 prósent bandarísku þjóðarinnar trúa því að Barack Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það sé því brot á stjórnarskránni að hann skuli vera forseti. 1.11.2010 14:10 Fritzl segir eiginkonuna ennþá elska sig Austurríkismaðurinn Josef Fritzl segist viss um að eiginkonan elski hann ennþá þrátt fyrir allt sem á undan er gegnið. 1.11.2010 10:21 Áfengi sagt skaðlegra en kókaín Því er haldið fram í grein í breska læknablaðinu Lancet að ef litið sé á heildarmyndina sé áfengi skaðlegra fyrir þjóðfélagið en heróín, kókaín og önnur eiturlyf. 1.11.2010 10:18 Stefnir í stórsigur Repúblikana í Bandaríkjunum Allt stefnir í stórsigur hjá Repúblikönum í Bandaríkjunum í þingkosningunum sem þar verða haldnar á morgun, þriðjudag. 1.11.2010 07:18 Tugir féllu í árás á kirkju í Bagdad Tugir manna féllu og margir eru særðir eftir að íraskar öryggissveitir og bandarískir hermenn réðust inn í kirkju í miðborg Bagdað í gærkvöldi þar sem um 120 manns voru í gíslingu vopnaðra manna . A.m.k. 13 gíslum tókst að flýja áður en ráðist var inn í kirkjuna. 1.11.2010 07:05 Fyrsta konan kjörin forseti Brasilíu Dilma Rousseff var kosin forseti Brasilíu um helgina með 55% atkvæða. Dilma er fyrsta konan sem kosin er forseti landsins en hún tekur við stöðunni af Luiz da Silva. 1.11.2010 07:01 Meintum hryðjuverkamönnum sleppt í Gautaborg Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur sleppt úr haldi öllum mönnunum fjórum sem handteknir voru um helgina vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk. 1.11.2010 06:57 Stúlkur sem alast upp án föðurs verða fyrr kynþroska Ný rannsókn leiðir í ljós að stúlkur sem alast upp án föðurs síns á heimilinu komast fyrr á gelgjuskeiðið en jafnaldrar þeirra. 1.11.2010 06:51 Átti til að rjúka upp á fundum „Hann er ljúfur í viðkynningu en hneigist til að berja í borð og öskra á fundum,“ segir um nasistaforingjann Adolf Hitler í breskum leyniskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Í skjölunum er að finna frásögn nítján ára austurrísks liðhlaupa, sem breskir hermenn yfirheyrðu. 1.11.2010 06:00 Fjarlægðu líffæri að nauðsynjalausu Átta ítalskir læknar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar eftir að hafa framkvæmt yfir 80 aðgerðir á sjúklingum sínum algerlega að nauðsynjalausu. Læknarnir fjarlægðu meðal annars líffæri úr sjúklingunum til að fá greiðslur frá heilbrigðisyfirvöldum. 1.11.2010 05:00 Missir fyrir öll Ameríkuríkin Leiðtogar Suður-Ameríkuríkja og þúsundir manna vottuðu Nestor Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, virðingu sína fyrir helgina. Kirchner lést úr hjartaáfalli á miðvikudag einungis sextugur að aldri. Kista hans var látin standa uppi í forsetahöllinni í Argentínu. 1.11.2010 04:00 Repúblikanar sigurstranglegir Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 37 sæti í öldungadeildinni. Kannanir hafa bent til þess í allt haust að demókratar muni tapa meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en halda naumum meirihluta í öldungadeildinni. 1.11.2010 04:00 Wammen vinsæll hjá Sósíaldemókrötum Nicolai Wammen, borgarstjóri í Árósum, nýtur mests stuðnings sem næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir danska blaðið Politiken og sjónvarpsstöðina TV 2. 31.10.2010 14:04 Tuttugu og tveir særðust í Istanbul Tuttugu og tveir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Istanbúl, í Tyrklandi, í morgun. Sprengjan sprakk skammt frá sveit óeirðalögreglumanna sem voru í viðbragðsstöðu vegna mótmælaaðgerða. 31.10.2010 12:03 Mótmælendur gerðu hróp að Obama Barack Obama forseti Bandaríkjanna varð að gera hlé á ræðu sem hann hélt í Bridgeport í Connecticut í gær þegar mótmælendur hrópuðu að honum. 31.10.2010 10:15 Frönsk farþegaflugvél lenti í Bagdad Frönsk farþegaflugvél lenti á Bagdad flugvelli í Írak í morgun en það er í fyrsta skipti frá því fyrir stríðið í Írak sem flugvél frá vestrænu flugfélagi lendir í Bagdad. 31.10.2010 10:06 Læknanemi handtekinn vegna sprengjuógnar Leyniþjónustumenn í Jemen handtóku í gærkvöld unga konu sem grunuð er um að hafa komið sprengjum fyrir í vöruflutningaþotum í Dubai og í Bretlandi. Konan er sögð vera læknanemi. Hún var handtekin í húsi í Sanaa, höfuðborg Jemen, eftir að leyniþjónustumenn ráku slóð hennar í gegnum farsíma sem hún hafði á sér. 31.10.2010 07:00 Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar Tveir menn voru handteknir í Gautaborg í dag, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í miðborginni í dag. Lögreglan fer væntanlega fram á gæsluvarðhald yfir þeim, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. 30.10.2010 17:38 Átján ára Bandaríkjamær Ungfrú heimur Það var 18 gömul bandarísk stúlka, Alexandria Mills, sem hlaut titilinn Ungfrú heimur árið 2010. Úrslitin lágu fyrir í morgun en keppnin er haldin á eyjunni Samíra í Kína. Í öðru sæti var Emma Wareus frá Botswana og í þriðja Adriana Vasini frá Venesúela. 30.10.2010 14:58 Eldfjallið byrjað að gjósa aftur Eldgos hófst að nýju í morgun í fjallinu Merapi, skammt frá borginni Yogyakarta í Indónesíu. Fjallið er eitt af fjölmörgum virkum eldfjöllum í landinu en gos hófst í því í ágúst og hefur kostað 36 manns lífið. 30.10.2010 09:55 Sektað fyrir brot á reglum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að takast á við skyndileg og erfið efnahagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðnum sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi. 30.10.2010 05:15 Skotbardagi á landamærum Norður-kóreskir hermenn skutu í gær yfir landamærin á suður-kóreska landamærastöð. Suður-Kóreumenn svöruðu í sömu mynt. Ekki var ljóst í gær hver ástæða árásarinnar var. Enginn Suður-Kóreumaður meiddist, en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist um hugsanlegan skaða. 30.10.2010 03:45 Ronnie Wood: Keith skilur mig Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards er hættur að láta heilsusamlegri lífsstíl félaganna í hljómsveitinni fara í taugarnar á sér. Þetta segir Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, sem hefur verið edrú í rúmlega sex mánuði en hann var á góðri leið með að drekka sig í heil. 29.10.2010 22:31 Obama: Sprengjuefni í pökkunum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að sprengjuefni hafi verið í pökkunum sem sendir voru frá Jemen til Bandaríkjanna. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Talið er að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á pökkunum. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 29.10.2010 20:58 Al Kaída að æfa sig? Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða. 29.10.2010 18:22 Sprengja í flugvél í Lundúnum Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 29.10.2010 15:38 New York Times fjallar um Bæjarins bestu Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði hinn 25. þessa mánaðar um einstæðan áhrifamátt Clintons fyrrverandi forseta. Hann nær jafnvel til veitingastaða. Ef Clinton borðar á einhverjum matsölustað kemur fólk þangað í kippum og biður um það sama og forsetinn borðaði. 29.10.2010 14:17 Kínverjar ráðast á Thorbjörn Jagland Kínverskir ríkisfjölmiðlar gera persónulegar árásir á Thorbjörn Jagland, formann norsku nóbelnefndarinnar. Kínverjar eru í mikilli geðshræringu yfir því að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels í ár. 29.10.2010 14:09 Hvalurinn í Vejle-firði var 140 ára gamall Langreyður ein stór og mikil sem synti á land í Vejle firði í Danmörku í sumar hefur nú verið aldursgreind og í ljós kom að dýrið var á bilinu 135 til 140 ára gamalt. Vísindamenn frá danska náttúrufræðisafninu komust að þessu en í nýútkominni hvalabók eftir þá Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson segir að elsta dýr af þessari tegund sem vitað sé um hafi náð 114 ára aldri. 29.10.2010 08:54 Níu lögreglumenn myrtir í Mexíkó Níu lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrirsát í vesturhluta Mexíkó í gær. Eins er saknað. 20 lögreglumenn voru í leiðangri í Jalisco héraði í gær þegar þeir voru bornir ofurliði af glæpagengi sem umkringdi þá á lúxusjeppabifreiðum og hófu skothríð. Lögreglumennirnir tíu sem lifðu árásina af börðust við gengið í rúma klukkustund. Margir þeirra eru sárir, að sögn mexíkóskra fjölmiðla. Árásarmennirnir voru þungvopnaðir og notuðu handsprengjur og hríðskotariffla. 29.10.2010 08:36 Vonast til að geta lesið í drauma fólks Bandarískir vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem þeir vonast til að nýtist við að ráða í drauma. Þetta kemur fram í grein sem vísindamennirnir skrifuðu í tímaritið Nature. 29.10.2010 06:00 Tífalda verðlaunafé fyrir Mladic Ríkisstjórn Serbíu hefur lagt meira fé til höfuðs Bosníuserbanum og stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Upphæðin var tífölduð, fór úr einni í tíu milljónir evra. 29.10.2010 05:30 Tæplega 350 manns hafa látist í Indónesíu Tala látinna á Mentawai-eyjum í vesturhluta Indónesíu var í gær komin í 343 eftir leit björgunarsveita. Stjórnvöld telja að hundruð manna sem enn er saknað kunni að hafa borist á haf út með flóðbylgjunni sem þar reið yfir 25. október. Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir jarðskjálftann sem hratt flóðbylgjunni af stað. 29.10.2010 05:00 Vændiskona í mat í lystihúsi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir „fjölmiðlaþvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu. 29.10.2010 05:00 Spáð í flekki framan í Pútín Litarhaft og heilsufar Vladimírs Pútíns forsætisráðherra Rússlands var til umfjöllunar í fjölda rússneskra og úrkraínskra fjölmiðla í gær. Á fundi Pútíns með ráðamönnum í Kænugarði á miðvikudag var eftir því tekið að þrátt fyrir mikla andlitsmálningu mátti greina dökka flekki undir augum Pútíns. Hann þótti þreytulegur og leyfði ekki spurningar. 29.10.2010 05:00 Jonathan Motzfeldt fallinn frá Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður grænlenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri. Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heilablæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq. 29.10.2010 05:00 Friðarviðræður strand meðan byggt er Umleitanir bandarískra stjórnvalda til að koma friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu af stað á ný hafa enn sem komið er ekki skilað árangri. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, í gær 29.10.2010 04:30 Mótmæla breyttri kjarnorkuáætlun Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuðstöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að framlengja líf kjarnorkuvera í Þýskalandi er mótmælt. 29.10.2010 04:00 Yfir 170 verða í fyrsta hópnum Fyrsti hópur flóttafólks frá Kongó sem býr í Búrúndí snýr aftur heim í þessari viku, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 29.10.2010 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Atvinnuleysi mælist 7,5 prósent Atvinnuleysi mælist nú 7,5 prósent í Þýskalandi, sem merkir að rúm 3,1 milljón manna er þar án atvinnu, samkvæmt upplýsingum hagstofu Evrópusambandsins. 2.11.2010 06:00
Sjónir manna beinast að Nevada Skoðanakannanir í Bandaríkjunum spá demókrötum ekki góðum árangri í þingkosninunum, sem haldnar verða í dag. Þeir hafa haft öruggan meirihluta í báðum deildum þingsins, en nú virðist ætla að verða breyting þar á. 2.11.2010 05:00
Repúblikanar sigra líklegast í fulltrúadeildinni Repúblikanar munu ná meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum sem fram fara á morgun, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Reuters/Ipsos. Um 50% kjósenda sögðu að þeir myndu kjósa fulltrúa Repúblikanaflokksins en 44% sögðust gera ráð fyrir að kjósa frambjóðanda úr röðum Demókrata. 1.11.2010 20:41
Hefur mistekist að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu Markmið í rekstri heilbrigðisþjónustunnar hefur verið að draga úr kostnaði en það hefur mistekist, sagði Michael Porter, prófessor við Harvard Business School í fyrirlestri um heilbrigðiskerfið í dag. 1.11.2010 18:11
Hrekkjavaka í Hvíta húsinu Bandarísku forsetahjónin tóku á móti miklum fjölda skrautlegra klædda barna í tilefni af hrekkjavökunni í gær. Börnin voru úr nálægum skólum. 1.11.2010 16:35
Snekkja Saddams komin heim Einkasnekkja Saddams Hussein kom til hafnar í borginni Basra í Írak í dag. Snekkjan hefur verið í Frakklandi síðustu tvö árin, en frönsk yfirvöld lögðu hald á hana þegar hún kom til Nice á Miðjarðarhafsströnd landsins í lok janúar árið 2008. 1.11.2010 16:32
Obama sagður ólöglegur innflytjandi Um 25 prósent bandarísku þjóðarinnar trúa því að Barack Obama sé ekki bandarískur ríkisborgari. Það sé því brot á stjórnarskránni að hann skuli vera forseti. 1.11.2010 14:10
Fritzl segir eiginkonuna ennþá elska sig Austurríkismaðurinn Josef Fritzl segist viss um að eiginkonan elski hann ennþá þrátt fyrir allt sem á undan er gegnið. 1.11.2010 10:21
Áfengi sagt skaðlegra en kókaín Því er haldið fram í grein í breska læknablaðinu Lancet að ef litið sé á heildarmyndina sé áfengi skaðlegra fyrir þjóðfélagið en heróín, kókaín og önnur eiturlyf. 1.11.2010 10:18
Stefnir í stórsigur Repúblikana í Bandaríkjunum Allt stefnir í stórsigur hjá Repúblikönum í Bandaríkjunum í þingkosningunum sem þar verða haldnar á morgun, þriðjudag. 1.11.2010 07:18
Tugir féllu í árás á kirkju í Bagdad Tugir manna féllu og margir eru særðir eftir að íraskar öryggissveitir og bandarískir hermenn réðust inn í kirkju í miðborg Bagdað í gærkvöldi þar sem um 120 manns voru í gíslingu vopnaðra manna . A.m.k. 13 gíslum tókst að flýja áður en ráðist var inn í kirkjuna. 1.11.2010 07:05
Fyrsta konan kjörin forseti Brasilíu Dilma Rousseff var kosin forseti Brasilíu um helgina með 55% atkvæða. Dilma er fyrsta konan sem kosin er forseti landsins en hún tekur við stöðunni af Luiz da Silva. 1.11.2010 07:01
Meintum hryðjuverkamönnum sleppt í Gautaborg Lögreglan í Gautaborg í Svíþjóð hefur sleppt úr haldi öllum mönnunum fjórum sem handteknir voru um helgina vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk. 1.11.2010 06:57
Stúlkur sem alast upp án föðurs verða fyrr kynþroska Ný rannsókn leiðir í ljós að stúlkur sem alast upp án föðurs síns á heimilinu komast fyrr á gelgjuskeiðið en jafnaldrar þeirra. 1.11.2010 06:51
Átti til að rjúka upp á fundum „Hann er ljúfur í viðkynningu en hneigist til að berja í borð og öskra á fundum,“ segir um nasistaforingjann Adolf Hitler í breskum leyniskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Í skjölunum er að finna frásögn nítján ára austurrísks liðhlaupa, sem breskir hermenn yfirheyrðu. 1.11.2010 06:00
Fjarlægðu líffæri að nauðsynjalausu Átta ítalskir læknar hafa verið dæmdir til fangelsisvistar eftir að hafa framkvæmt yfir 80 aðgerðir á sjúklingum sínum algerlega að nauðsynjalausu. Læknarnir fjarlægðu meðal annars líffæri úr sjúklingunum til að fá greiðslur frá heilbrigðisyfirvöldum. 1.11.2010 05:00
Missir fyrir öll Ameríkuríkin Leiðtogar Suður-Ameríkuríkja og þúsundir manna vottuðu Nestor Kirchner, fyrrverandi forseta Argentínu, virðingu sína fyrir helgina. Kirchner lést úr hjartaáfalli á miðvikudag einungis sextugur að aldri. Kista hans var látin standa uppi í forsetahöllinni í Argentínu. 1.11.2010 04:00
Repúblikanar sigurstranglegir Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um öll 435 sætin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og 37 sæti í öldungadeildinni. Kannanir hafa bent til þess í allt haust að demókratar muni tapa meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en halda naumum meirihluta í öldungadeildinni. 1.11.2010 04:00
Wammen vinsæll hjá Sósíaldemókrötum Nicolai Wammen, borgarstjóri í Árósum, nýtur mests stuðnings sem næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir danska blaðið Politiken og sjónvarpsstöðina TV 2. 31.10.2010 14:04
Tuttugu og tveir særðust í Istanbul Tuttugu og tveir særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Istanbúl, í Tyrklandi, í morgun. Sprengjan sprakk skammt frá sveit óeirðalögreglumanna sem voru í viðbragðsstöðu vegna mótmælaaðgerða. 31.10.2010 12:03
Mótmælendur gerðu hróp að Obama Barack Obama forseti Bandaríkjanna varð að gera hlé á ræðu sem hann hélt í Bridgeport í Connecticut í gær þegar mótmælendur hrópuðu að honum. 31.10.2010 10:15
Frönsk farþegaflugvél lenti í Bagdad Frönsk farþegaflugvél lenti á Bagdad flugvelli í Írak í morgun en það er í fyrsta skipti frá því fyrir stríðið í Írak sem flugvél frá vestrænu flugfélagi lendir í Bagdad. 31.10.2010 10:06
Læknanemi handtekinn vegna sprengjuógnar Leyniþjónustumenn í Jemen handtóku í gærkvöld unga konu sem grunuð er um að hafa komið sprengjum fyrir í vöruflutningaþotum í Dubai og í Bretlandi. Konan er sögð vera læknanemi. Hún var handtekin í húsi í Sanaa, höfuðborg Jemen, eftir að leyniþjónustumenn ráku slóð hennar í gegnum farsíma sem hún hafði á sér. 31.10.2010 07:00
Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar Tveir menn voru handteknir í Gautaborg í dag, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í miðborginni í dag. Lögreglan fer væntanlega fram á gæsluvarðhald yfir þeim, samkvæmt sænskum fjölmiðlum. 30.10.2010 17:38
Átján ára Bandaríkjamær Ungfrú heimur Það var 18 gömul bandarísk stúlka, Alexandria Mills, sem hlaut titilinn Ungfrú heimur árið 2010. Úrslitin lágu fyrir í morgun en keppnin er haldin á eyjunni Samíra í Kína. Í öðru sæti var Emma Wareus frá Botswana og í þriðja Adriana Vasini frá Venesúela. 30.10.2010 14:58
Eldfjallið byrjað að gjósa aftur Eldgos hófst að nýju í morgun í fjallinu Merapi, skammt frá borginni Yogyakarta í Indónesíu. Fjallið er eitt af fjölmörgum virkum eldfjöllum í landinu en gos hófst í því í ágúst og hefur kostað 36 manns lífið. 30.10.2010 09:55
Sektað fyrir brot á reglum Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að takast á við skyndileg og erfið efnahagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðnum sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi. 30.10.2010 05:15
Skotbardagi á landamærum Norður-kóreskir hermenn skutu í gær yfir landamærin á suður-kóreska landamærastöð. Suður-Kóreumenn svöruðu í sömu mynt. Ekki var ljóst í gær hver ástæða árásarinnar var. Enginn Suður-Kóreumaður meiddist, en frá Norður-Kóreu hafa engar fréttir borist um hugsanlegan skaða. 30.10.2010 03:45
Ronnie Wood: Keith skilur mig Rolling Stones-goðsögnin Keith Richards er hættur að láta heilsusamlegri lífsstíl félaganna í hljómsveitinni fara í taugarnar á sér. Þetta segir Ronnie Wood, gítarleikari Rolling Stones, sem hefur verið edrú í rúmlega sex mánuði en hann var á góðri leið með að drekka sig í heil. 29.10.2010 22:31
Obama: Sprengjuefni í pökkunum Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að sprengjuefni hafi verið í pökkunum sem sendir voru frá Jemen til Bandaríkjanna. Pakkarnir voru stílaðir á tvö bænahús gyðinga í Chicago. Talið er að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á pökkunum. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld. 29.10.2010 20:58
Al Kaída að æfa sig? Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða. 29.10.2010 18:22
Sprengja í flugvél í Lundúnum Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir. 29.10.2010 15:38
New York Times fjallar um Bæjarins bestu Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði hinn 25. þessa mánaðar um einstæðan áhrifamátt Clintons fyrrverandi forseta. Hann nær jafnvel til veitingastaða. Ef Clinton borðar á einhverjum matsölustað kemur fólk þangað í kippum og biður um það sama og forsetinn borðaði. 29.10.2010 14:17
Kínverjar ráðast á Thorbjörn Jagland Kínverskir ríkisfjölmiðlar gera persónulegar árásir á Thorbjörn Jagland, formann norsku nóbelnefndarinnar. Kínverjar eru í mikilli geðshræringu yfir því að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels í ár. 29.10.2010 14:09
Hvalurinn í Vejle-firði var 140 ára gamall Langreyður ein stór og mikil sem synti á land í Vejle firði í Danmörku í sumar hefur nú verið aldursgreind og í ljós kom að dýrið var á bilinu 135 til 140 ára gamalt. Vísindamenn frá danska náttúrufræðisafninu komust að þessu en í nýútkominni hvalabók eftir þá Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson segir að elsta dýr af þessari tegund sem vitað sé um hafi náð 114 ára aldri. 29.10.2010 08:54
Níu lögreglumenn myrtir í Mexíkó Níu lögreglumenn voru skotnir til bana í fyrirsát í vesturhluta Mexíkó í gær. Eins er saknað. 20 lögreglumenn voru í leiðangri í Jalisco héraði í gær þegar þeir voru bornir ofurliði af glæpagengi sem umkringdi þá á lúxusjeppabifreiðum og hófu skothríð. Lögreglumennirnir tíu sem lifðu árásina af börðust við gengið í rúma klukkustund. Margir þeirra eru sárir, að sögn mexíkóskra fjölmiðla. Árásarmennirnir voru þungvopnaðir og notuðu handsprengjur og hríðskotariffla. 29.10.2010 08:36
Vonast til að geta lesið í drauma fólks Bandarískir vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem þeir vonast til að nýtist við að ráða í drauma. Þetta kemur fram í grein sem vísindamennirnir skrifuðu í tímaritið Nature. 29.10.2010 06:00
Tífalda verðlaunafé fyrir Mladic Ríkisstjórn Serbíu hefur lagt meira fé til höfuðs Bosníuserbanum og stríðsglæpamanninum Ratko Mladic. Upphæðin var tífölduð, fór úr einni í tíu milljónir evra. 29.10.2010 05:30
Tæplega 350 manns hafa látist í Indónesíu Tala látinna á Mentawai-eyjum í vesturhluta Indónesíu var í gær komin í 343 eftir leit björgunarsveita. Stjórnvöld telja að hundruð manna sem enn er saknað kunni að hafa borist á haf út með flóðbylgjunni sem þar reið yfir 25. október. Eldgos í fjallinu Merapi á eyjunni Jövu hófst stuttu eftir jarðskjálftann sem hratt flóðbylgjunni af stað. 29.10.2010 05:00
Vændiskona í mat í lystihúsi Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir „fjölmiðlaþvætting“ að vændiskona undir lögaldri hafi verið á heimili hans fyrir tilstilli tveggja starfsmanna sjónvarpsstöðvar í hans eigu. 29.10.2010 05:00
Spáð í flekki framan í Pútín Litarhaft og heilsufar Vladimírs Pútíns forsætisráðherra Rússlands var til umfjöllunar í fjölda rússneskra og úrkraínskra fjölmiðla í gær. Á fundi Pútíns með ráðamönnum í Kænugarði á miðvikudag var eftir því tekið að þrátt fyrir mikla andlitsmálningu mátti greina dökka flekki undir augum Pútíns. Hann þótti þreytulegur og leyfði ekki spurningar. 29.10.2010 05:00
Jonathan Motzfeldt fallinn frá Jonathan Motzfeldt, fyrrverandi formaður grænlenska Siumut-flokksins, féll frá í gær, 72 ára að aldri. Motzfeldt hafði glímt við krabbamein, en var í gær lagður inn á sjúkrahús með lungnabólgu. Þar lést hann af völdum heilablæðingar, að því er fram kemur á fréttavefnum Sermitsiaq. 29.10.2010 05:00
Friðarviðræður strand meðan byggt er Umleitanir bandarískra stjórnvalda til að koma friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínu af stað á ný hafa enn sem komið er ekki skilað árangri. Þetta hefur fréttastofa AP eftir Ahmed Aboul Gheit, utanríkisráðherra Egyptalands, í gær 29.10.2010 04:30
Mótmæla breyttri kjarnorkuáætlun Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuðstöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að framlengja líf kjarnorkuvera í Þýskalandi er mótmælt. 29.10.2010 04:00
Yfir 170 verða í fyrsta hópnum Fyrsti hópur flóttafólks frá Kongó sem býr í Búrúndí snýr aftur heim í þessari viku, að því er fram kemur í tilkynningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 29.10.2010 04:00