Erlent

Sektað fyrir brot á reglum

Leiðtogar Frakklands og Þýskalands náðu ekki öllum sínum kröfum fram á leiðtogafundinum í Brussel.nordicphotos/AFP
Leiðtogar Frakklands og Þýskalands náðu ekki öllum sínum kröfum fram á leiðtogafundinum í Brussel.nordicphotos/AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fær nú það hlutverk að útfæra leiðir til að takast á við skyndileg og erfið efnahagsvandamál í framtíðinni. Það kerfi á að taka við af neyðarsjóðnum sem stofnaður var til að takast á við erfiðleikana í Grikklandi.

Á leiðtogafundi ESB í Brussel var samþykkt að Lissabonsáttmálanum yrði breytt með þetta í huga.Angela Merkel Þýskalandskanslari hrósar engu að síður sigri, því hún barðist ásamt Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta fyrir því að varanlegt fyrirkomulag yrði sett inn í sáttmálann í staðinn fyrir bráðalausnir þær sem grípa þurfti til fyrr á þessu ári.

Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu fær framkvæmdastjórn ESB völd til þess að grandskoða ríkisfjármál aðildarríkjanna og refsa með sektum þeim sem brjóta reglur ESB um hámark fjárlagahalla.

Sektirnar verða þó ekki lagðar á sjálfkrafa, eins og Merkel og Sarkozy höfðu lagt til. Ekki verður heldur hægt að svipta aðildar­ríkin atkvæðisrétti í ráðherra­ráðinu, enda mætti sú tillaga harðri andstöðu hinna leiðtogann.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×