Erlent

Al Kaída að æfa sig?

Mikill viðbúnaður var á flugvöllum í Bretlandi og Bandaríkjunum í dag eftir að tortryggilegar pakkar fundust um borð í flutningaflugvél sem millilenti í Bretlandi á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Ekki var um sprengju að ræða að sögn, bresku lögreglunnar.

Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að bandarísk yfirvöld hafi grípið til viðunandi aðgerða og leitað í nokkrum flutningaflugvélum á flugvöllum í New Jersey og Pennsylvaníu. Á sama tíma var leitað í bílum flutningafyrirtækja. Bandarísk stjórnvöld rannsaka nú hvort að hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen beri ábyrgð á pökkunum en talið er að um æfingu hafi verið að ræða.








Tengdar fréttir

Sprengja í flugvél í Lundúnum

Flugvél frá Yemen var stöðvuð í Lundúnum í dag þegar sprengja fannst um borð. Sprengjan var í fragtrými og hafði verið dulbúin sem blekhylki fyrir prentara. Í kjölfarið hefur verið fyrirskipuð nákvæm leit í flugvélum sem eru í ferðum til og frá Bandaríkjunum. Þessi frétt var að berast og nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×