Erlent

Wammen vinsæll hjá Sósíaldemókrötum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nicolai Wammen kom hingað til lands í maí. Mynd/ xs.is
Nicolai Wammen kom hingað til lands í maí. Mynd/ xs.is
Nicolai Wammen, borgarstjóri í Árósum, nýtur mests stuðnings sem næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins í Danmörku. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem gerð var fyrir danska blaðið Politiken og sjónvarpsstöðina TV 2.

Wammen er varaformaður sósíaldemokrata. Hann hefur tilkynnt að hann ætli sér að bjóða sig fram í næstu þingkosningum. Wammen er Íslendingum kunnur en hann kom hingað til lands í maí síðastliðnum.

Núverandi formaður Sósíaldemókrata í Danmörku heitir Helle Thorning-Schmidt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×