Erlent

Stefnir í stórsigur Repúblikana í Bandaríkjunum

Allt stefnir í stórsigur hjá Repúblikönum í Bandaríkjunum í þingkosningunum sem þar verða haldnar á morgun, þriðjudag.

Samkvæmt síðustu stóru skoðanakönnun Gallup nú um helgina segjast 52% til 55% kjósenda líklega ætla að kjósa Repúblikana en 40% til 42% Demókrata.

Kosið er um öll sætin í fulltrúadeild þingsins og þar bendir allt til þess að Repúblikanar fái hreinann meirihluta. Kosið er um þriðjung sæta í öldungadeildina og þar er meirihluti Demókrata í mikilli hættu á að falla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×