Erlent

Eldfjallið byrjað að gjósa aftur

Kona sem missti bæði hús og mann í flóðbylgju á Pagai-eyju og dætur hennar tvær gráta missi fjölskyldunnar
Kona sem missti bæði hús og mann í flóðbylgju á Pagai-eyju og dætur hennar tvær gráta missi fjölskyldunnar Mynd/AP
Eldgos hófst að nýju í morgun í fjallinu Merapi, skammt frá borginni Yogyakarta í Indónesíu. Fjallið er eitt af fjölmörgum virkum eldfjöllum í landinu en gos hófst í því í ágúst og hefur kostað 36 manns lífið.

Fjallið hefur verið rólegt síðan í ágúst mánuði en hóf að gjósa á ný á þriðjudag. Hermenn hófu strax að flytja íbúa í nálægum byggðum á brott og flugvelli í nágrenni við eldfjallið var lokað tímabundið í morgun vegna öskufalls. Hluti íbúanna neitaði að yfirgefa heimili sín og vildi gæta búfénaðar og heimila, en hermenn fluttu fólkið burt með valdi.

Þrjátíu og fimm ára kona lést í troðningi við brottflutninginn. Tæplega fimmtíu þúsund íbúar í nágrenni Merapi hafast nú við í neyðartjöldum og hjá ættingjum fjarri gosstöðvunum.

Þrettán þúsund manns eru heimilislausir eftir að flóðbylja skall á Mentawai eyju í Indónesíu á mánudag.

Fjögur hundruð manns fórust í flóðbylgjunni og um þrjú hundruð er saknað og er óttast að fólkinu hafi skolað á haf út. Yfirvöld eiga í erfiðleikum með að koma hjálparbirgðum til nauðstaddra á einangruðum svæðum.

Litlir bátar hafa verið notaðir til að koma matvælum og öðrum hjálpargögnum til íbúa á Suður Pagai eyju á Sumötru. Tugir slasaðra liggja á blautum gólfum á yfirfullum spítala í bænum Sikakap á Súmötru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×