Erlent

Átján ára Bandaríkjamær Ungfrú heimur

Ungfrú heimur árið 2009 Kaiane Aldorino frá Gíbraltar krýndi arftaka sinn, 18 ára stúlku frá Bandaríkjunum.
Ungfrú heimur árið 2009 Kaiane Aldorino frá Gíbraltar krýndi arftaka sinn, 18 ára stúlku frá Bandaríkjunum.
Það var 18 gömul bandarísk stúlka, Alexandria Mills, sem hlaut titilinn Ungfrú heimur árið 2010. Úrslitin lágu fyrir í morgun en keppnin er haldin á eyjunni Samíra í Kína. Í öðru sæti var Emma Wareus frá Botswana og í þriðja Adriana Vasini frá Venesúela.

Fanney Ingvarsdóttir, Ungfrú Ísland, komst ekki í top 20 hópinn. Ungfrú heimur árið 2009 Kaiane Aldorino frá Gíbraltar krýndi arftaka sinn.






Tengdar fréttir

Ungfrú Ísland sendir kveðju heim

Ungfrú Ísland 2010, Fanney Ingvarsdóttir, sendir Íslendingum hlýjar kveðjur í myndbandinu sem sjá má hér (Youtube.com). Fanney er stödd í Kína þar sem hún keppir í Miss World eða fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur fyrir Íslands hönd. Fanney segir meðal annars frá því hvað henni líður vel í Kína og iþróttirnar sem hún stundar. Sjá kynningarmyndbandið.

Ungfrú Ísland í vandræðum - myndband

Nýkjörin fegurðardrottning Íslands Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára Garðbæingur, átti í vandræðum með kórónuna eins og meðfylgjandi myndskeið sem tekið var í lok keppninnar á Broadway í gærkvöldi sýnir. Þá má sjá Guðrúnu Möller formann dómnefndar, Ingibjörgu Egilsdóttur, Heiðar Jónsson sérfræðing í íslenskri fegurð og Karl Berndsen sem var ekki lengi að bjarga fegurðardrottningunni úr vandræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×