Erlent

Repúblikanar sigra líklegast í fulltrúadeildinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Niðurstöðurnar gætu orðið vonbrigði fyrir Obama. Mynd/ afp.
Niðurstöðurnar gætu orðið vonbrigði fyrir Obama. Mynd/ afp.
Repúblikanar munu ná meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kosningum sem fram fara á morgun, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Reuters/Ipsos. Um 50% kjósenda sögðu að þeir myndu kjósa fulltrúa Repúblikanaflokksins en 44% sögðust gera ráð fyrir að kjósa frambjóðanda úr röðum Demókrata.

Búist er við því að Repúblikanar muni vinna 231 sæti í fulltrúadeildinni og ná þar með meirihluta. Demókratar munu hins vegar áfram vera með meirihluta í öldungadeildinni með 52 sæti á móti 48 sætum Repúblikana eða 53 á móti 47 sætum.

Verði þetta niðurstaðan mun það vafalaust þýða að erfiðara vera fyrir Barack Obama að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×