Erlent

Læknanemi handtekinn vegna sprengjuógnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, greindi frá handtökunni í gær. Mynd/ afp.
Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, greindi frá handtökunni í gær. Mynd/ afp.
Leyniþjónustumenn í Jemen handtóku í gærkvöld unga konu sem grunuð er um að hafa komið sprengjum fyrir í vöruflutningaþotum í Dubai og í Bretlandi. Konan er sögð vera læknanemi. Hún var handtekin í húsi í Sanaa, höfuðborg Jemen, eftir að leyniþjónustumenn röktu slóð hennar í gegnum farsíma sem hún hafði á sér.

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, sagði á blaðamannafundi í gær að yfirvöld í Bandaríkjunum og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefðu látið Jemenum upplýsingar í té sem myndu gagnast við að bera kennsl á konuna sem var handtekin.

Það var fréttastofa BBC sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×