Erlent

Stúlkur sem alast upp án föðurs verða fyrr kynþroska

Ný rannsókn leiðir í ljós að stúlkur sem alast upp án föðurs síns á heimilinu komast fyrr á gelgjuskeiðið en jafnaldrar þeirra.

Rannsókn þessi var gerð af Berkeley háskólanum í Bandaríkjunum og náði til 500 stúlkna frá því þær voru sex ára gamlar og þar til þær komust á gelgjuskeiðið það er náðu kynþroskaaldri. Um fimmtungur stúlknanna ólst upp hjá einstæðri móður og þær fengu bæði kynhár og brjóst fyrr í æsku sinni en hinar stúlkurnar.

Í umfjöllun Jyllands Posten um rannsóknina er haft eftir Kaspar Sörensen fæðingalækni hjá Rigshospitalet að rannsóknin sýni að aðrir þættir en hormónar hafi áhrif á hve snemma stúlkur fari á gelgjuskeiðið. Kaspar telur að andlegt álag vegna skilnaðar foreldranna gæti verið áhrifaþáttur í þessari þróun.

Athyglisvert er að í rannsókninni kom fram að stúlkur úr auðugum fjölskyldum komast jafnvel enn fyrr á gelgjuskeiðið við þessar aðstæður heldur en stúlkur úr miðstéttar og lágtekjufjölskyldum. Þetta hefur komið vísindamönnunum við Berkeley háskólann og Kaspar Sörensen í opna skjöldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×